Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 153
SKÍRNIR
SKÚLI FÓGETI GAT REYKJAVÍK ...
151
skóm, hreint ekki kvikan heldur bringumikinn og ofboðslega
herðabreiðan, hvass jú til augnanna, en munngleiður, þunnmynntur
og valdsmannslegur. Árið 1954 var blá og rauð hönd og terror enn
eðlilegt yfirbragð samfélagslegs afreksmanns.
Bessastaðatilskipanir hvöttu bændur til líkamlegra refsinga, vald
föðurins var líkamlegt, mikil gleði er að hafa upplifað hrun þess
karlveldis og geta hræðslulaust spjallað við ráðfrú Katrínu, sem er
lítil og góð og gáfuð stelpuleg kona. Þegar ég reyndi að sníkja styrk
til útgáfu á Reykjavíkursögu minni frá Davíð konungi Reykjavíkur
á 200 ára afmæli bæjarins, fyrir mig og Sögufélagið, var hann and-
styggilega strangur og valdsmannslegur og sagði nei og ég var skít-
hrædd við hann.
Skúli var macho gæi líka, lenti í strangleik sjálfur, kaupmaðurinn
skipaði honum litlum að vigta rétt, átti að snuða viðskiptavini, það
man maður úr barnaskólabókunum. I þeirri hnotskurn skárust
bönd einangrunar, einokunar og fátæktar. En fyrir löngu hafa
sagnfræðingar sussað á Danahatrið og sagt, þeir bara trítuðu okkur
eftir skikk sem þá viðgekkst. Einmitt. Við vorum svo ömurleg hjá-
lenda að engum dönskum kaupmanni datt í hug að hafa hér vetur-
setu og láta okkur njóta gróðans og þess menningarstigs sem tíðk-
aðist í Evrópu og heyrðum hljóðfæraleik út um hallarglugga eða í
kirkju. Við greindum okkur frá öðrum svæðum sem sendu
siðmenntuðum löndum hráefni að því leyti að við vorum kristin og
hvít, og vorum þó trítuð betur upp á það.
Fórnarkostnaður einangrunar
Við erum orðin svo vön stjórnvöldum sem reyna að láta gott af sér
leiða að erfitt er að gera sér í hugarlund af hverju landið einangraðist
svo gjörsamlega varðandi verktækni. Mennirnir sem fóru utan og
komu heim aftur gegnum aldirnar fóru að læra lögfræði eða
guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Menn álitu verkmenningu
kornlandanna lítið erindi eiga upp hingað, enda voru víkingaaldar-
hestarnir okkar of litlir fyrir hestvagna og kerrur. Landar fóru ekki
erlendis til þess að fræðast um verklega hluti, í búnaðarskóla eða á