Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 200
198
ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
ingur hefur fyrst og fremst kynnst Emmu, að minnsta kosti allt þar
til nú að sjálf ,frummyndin‘ kemur loks fyrir sjónir íslenskra les-
enda í þýðingu Sölku Guðmundsdóttur (Austen 2012).
Listamaðurinn frá Highbury
I bók sinni Searching for Jane Austen tekur Emily Auerbach upp
hugmynd sem hefur um nokkra hríð verið á lofti í Austenfræðum.
Auerbach segir Emmu vera áþreifanlega birtingarmynd lista-
mannsins Jane Austen og því sé það engin furða að bókin skuli hafa
verið skilgreind sem skáldsaga fyrir rithöfunda.9 Auerbach spyr
hvaða annarri konu í verkum Austen sé lýst sem ímyndara [e. imag-
inist], en orðið skapaði Austen sjálf. Hjúskaparmiðlun sé listrænt
tjáningarform Emmu, en hún „leitast við að færa fólk til og skapa því
líf rétt eins og hún væri að búa til skáldaðar persónur og fléttu í ást-
arsögu."10 Emma hugsar, mótar, skáldar, ímyndar sér og leggur á
ráðin sem leið út úr leiðindum sínum.
Til þess að varpa frekara ljósi á ímynd Emmu sem skálds sem
einbeiti sér fremur að sambandsmiðlun en ritstörfum er forvitnilegt
að skoða þekkta greiningu enska bókmenntafræðingsins Tonys
Tanner á skáldsögunni. Tanner segir í bók sinni Jane Austen að
Emma sé „dáð af kynslóðum lesenda fyrir gáfur sínar, húmor, orku,
sjálfstæði og skeikulleika, fyrir getu sína til að læra af göllum sínum
og þekkja þá og fyrir getu sína til að gefa sig á vald (skynsamlegri)
ástríðu". Hann leggur jafnframt áherslu á menningarlegt mikilvægi
sögunnar, þar sem persónan sé nánast orðin þjóðargersemi: „Emma
er orðin hluti af þjóðlegri arfleifð okkar og ekkert getur hrakið hana
— eða kannski fremur mun hrekja hana — úr þeirri stöðu".* 11
9 Auerbach 2004: 202: „It is no wonder that Emma has been called “a novelist’s
novel” with a heroine who “is clearly an avatar of Austen the artist.”“ Sjá einnig
Honan 1987: 373; Gilbert og Gubar 1979: 158.
10 Auerbach 2004: 203: „Emma tries to move people around and invent lives for
them much like creating a cast of fictional characters and a romance plot.“
11 Tanner 1986: 176: „Jane Austen purported to think that Emma would not be
much liked, but in the event she has been really adored by generations of read-
ers, for her brilliance, wit, energy, independence, fallibility, for her capacity to