Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 94
92
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
SKÍRNIR
sem út kom 1962-1963.14 Þær mörgu fræðilegu ævisögur, sem
komið hafa út allra síðustu áratugi og bera margar nýjum stefnum
og straumum í ævisagnagerð gott vitni, eru ekki nefndar hér en vísað
til umfjöllunar í bók Sigurðar Gylfa Magnússonar, Fortíðardraum-
um.
Kvenhetjur
En hvað þá með konur sem höfunda og viðfangsefni? Sögur af lífi
kvenna rötuðu inn í bækur eins og endurminningar Guðbjargar frá
Broddanesi og um 1950 hleypur kippur í útgáfu á æviþáttum
kvenna. Ekki er aðeins um að ræða bókaflokka á borð við Móðir
mín, sem hóf göngu sína 1949,15 heldur sérstakar sögur af kven-
hetjum, skrifaðar af konum. Ég hef viljað túlka þessa útgáfu sem ei-
litla uppreisn kvenna sem höfðu fengið leið á hetjusögum af körlum.
Arið 1948 kom til að mynda út bókin Islenzkar kvenhetjur eftir
Guðrúnu Björnsdóttur frá Kornsá (foreldrar hennar voru Ingunn
Jónsdóttir rithöfundur og Björn Sigfússon bóndi og baráttumaður
fyrir stofnun kvennaskóla í Húnavatnssýslu). Þar fjallar Guðrún
um nokkrar konur sem hún taldi eiga það skilið að kallast kven-
hetjur, ekki vegna þess að þær hefðu drýgt hetjudáðir í skilningi
stórvirkið Islenskir sjávarhœttir. Fræðimenn sem rannsakað hafa sagnritun
kvenna erlendis hafa bent á að eiginkonur, systur, mæður og dætur ýmissa frægra
sagnfræðinga fyrri alda hafi verið aðstoðarmenn þeirra og eru jafnvel taldar, eða
vitað er fyrir víst, eiga mun meiri þátt í skrifum þessara karia en getið er um opin-
berlega. Þær skrifuðu upp heimildir, sóttu bækur á bókasöfn, hreinrituðu hand-
rit, lögðu drög að vísindagreinum o.s.frv. Um þetta hefur Bonnie G. Smith (2000)
fjallað í bók sinni The Gender of History. Einnig má benda á Ilaria Porciani og
Mary O’Dowd (2004), „History Wornen".
14 Einnig mætti nefna Tryggva Gunnarssonar, en fyrsta bindið Bóndi og timbur-
maður eftir Þorkel Jóhannesson kom út árið 1955. Umdeild ævisaga Kristjáns
Albertssonar um Hannes Hafstein komu út 1961-1964 og ævisaga Jóns Guðna-
sonar um Skúla Thoroddsen 1968-1974.
15 Um sama leyti og Móðir mín kom út hófst útgáfa bókaflokksins Faðir minn sem
síðar fékk ýmsa undirtitla á borð við flugstjórinn, presturinn, læknirinn, skóla-
stjórinn, skipstjórinn, bóndinn eða hvaða starfsheiti það var sem við átti. Móðir
mín húsfreyjan var vettvangur sagna af konum. I Móður minni frá 1949 er skrifað
um 26 mæður. Færslurnar skrifa 22 karlar og 4 konur. í Föður mínum frá 1950
er skrifað um 27 feður. Höfundar eru 6 konur en 21 karl.