Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 149
SKÍRNIR
SKÚLI FÓGETI GAT REYKJAVÍK ...
147
Lifandi minnismerki
Þótt Þórunnartún hafi rutt Skúlatúni burt á hann enn Skúlagötu,
sem var strandvegur okkar með sýninni út á Sundin áður en Sæ-
brautin var lögð með Sólfarinu og pússuðu granítsteinunum. Borgin
stendur enn við Sundin, þótt úr Lækjargötu og Bankastræti sé hún
nú bærinn við Hörpuna. Harpan er þjóðartákn Ira, þar lúmskaðist
inn tákn móðurlands okkar. Skúlagata snýr enn, nú ásamt Sæbraut,
að embættisbústað Skúla, okkar fyrsta íslenska skattmanns og land-
fógeta í Viðey. Hann trjóndi yfir Sundunum.
Skúla fannst sambýlið við amtmann þröngt á Bessastöðum og
fékk augastað á Viðey, því þar var þá útibú lítið frá kóngsgarði og
þurfamannahæli (Jón Jónsson Aðils 1911: 288-289, 297, 301-303;
Lýður Björnsson 1966: 33). Leit úr nýja slotinu í Viðey eins ogþað
var lengi kallað, með ofna í hverju herbergi, yfir til Víkur og Inn-
réttinganna þar sem steinhöll reis fyrir glæpalýð. I höll með einka-
kirkju og kirkjugarð. I fyrsta steinhúsi á Islandi og elsta húsi á
íslandi. í kirkju með frúna og öll börnin, kirkju sem var látin snúa
norður og suður til að flúkta við höllina sem sneri dyrum til suðurs
og sólar. Það var uppreisn og nútími í sjálfu sér, því kirkjur áttu eins
og grafir að snúa mót ljósvaldinu í austri á dómsdegi. I skjóli sunnan
við slotið léku börnin sér undan strekkingnum úr Hvalfirði. Skúli
lifði með rausn og höfðingskap bæði heima og á Öxarárþingi. Bjarni
Pálsson læknir bjó hjá honum einn vetur og kenndi Rannveigu
dóttur Skúla sautján ára og gerði hana ólétta. Þau voru pússuð
saman í skyndi svo allt fór „vel“. Brúðkaup Jóns sonar Skúla stóð
þar í viku, eins og tíðkaðist síðan á miðöldum og var almennilegt.
Jón gaf konu sinni sýslumannsdóttur hundrað dali í gulli í morg-
ungjöf. Svipmyndir af glæsilífi höfðingjanna eru sólskinsblettir á
öld kláða og móðuharðinda.
Skúli á fleiri minnismerki en götu, höfuðstað og höll, líka stytt-
una í Fógetagarðinum. Ekki gleyma Skúla fógeta RE 144, VE 123 og
VE 185, lukkulegt er að nefna skip eftir atorkuhetju. Stúka nr. 12 hjá
Oddfélögum er Skúli fógeti. Fjármálafyrirtækið Gamma stofnaði
til verðlauna í tilefni 300 ára afmælis Skúla 2011 sem eru veitt ár-
lega fyrir meistararitgerð á sviði fjármála og efnahagsmála. Að