Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 199
SKÍRNIR ER EMMA SJÁLFSHJÁLPARHÖFUNDUR? 197
í tilefni af sjónvarpsmyndinni sem gerð var eftir aðlögun hans: „I
Emmu er kvenhetjan ríka tíkin.“4
En þrátt fyrir augljósa skapgerðarbresti Emmu Woodhouse eru
flestir gagnrýnendur einnig sammála um að hún sé „einstök meðal
söguhetja Austen“ og að verkið sé jafnvel mesta skáldsaga tíma-
bilsins og hugsanlega fremsta skáldsaga enskra bókmennta.5 Þannig
kallaði Reginald Farrer hana „hápunktinn á höfundarferli Austen“
og að „raunverulegur skilningur á Emmu sé lokavitnisburðurinn
um þegnskap í ríki hennar".6 Lesendur sem ekki skilja Emmu eru
því ekki fullgildir Janeistar, en það hafa hörðustu aðdáendur Aust-
en löngum verið kallaðir.7
Skáldsagan hefur ekki aðeins haldið velli innan fræðaheimsins
þar sem hún skipar sess með nokkrum höfuðverkum enskra bók-
mennta. Hún hefur einnig haft djúpstæð áhrif á dægurmenningu
samtímans og á undanförnum tveimur áratugum hefur hún orðið
miðlægari en nokkru sinni fyrr með röð velheppnaðra kvikmynda
og sjónvarpsþátta sem byggð eru á sögunni,8 gerð hefur verið
teiknimyndasaga eftir henni, og hún kom meira að segja út á frí-
merki nýverið. Það er líklega í þessari mynd sem íslenskur almenn-
4 Davis 1996. Sjá einnig Alda Björk Valdimarsdóttir 1999: 657. Setningin sem höfð
er eftir Davis hljóðar svo á ensku: „In Emma, the heroine is the Rich Bitch.“
5 Butler 1975: 250 og 274. Tilvitnanirnar hljóða svo á ensku: „... she is unique
among Jane Austen’s heroines"; „Emma is the greatest novel of the period“ og
„Easily the most brilliant novel of the period, and one of the most brilliant of all
English novels".
6 Farrer 1987: 266. Á ensku hljóðar tilvitnunin svo: „Take it all in all, ‘Emma’ is the
very climax of Jane Austen’s work; and a real appreciation of ‘Emma’ is the final
test of citizenship in her kingdom.“
7 Til þess að glöggva sig á hugtakinu má m.a. lesa greinar Johnson (1997) og Lynch
(2007).
8 Hér má nefna kvikmyndirnar Emma (Douglas McGrath, 1996; Diarmuid Law-
rence, 1996) með Gwyneth Paltrow og Kate Beckinsale, Clueless (Amy Heckerl-
ing, 1995) með Alicia Silverstone, og Aisba (Rajshree Ojha, 2010) með Sonam
Kapoor, og sjónvarpsþáttaraðirnar Emma (John Glenister, BBC 1972; Jim
O’Hanlon, BBC 2009). Nýverið gaf svo teiknimyndasöguframleiðandinn Mar-
vell út teiknaða aðlögun á Emmu, en höfundar hennar eru Nancy Butler og Janet
Lee. Blaðið kom út ímars 2011. í febrúar2013 komu svo út sex ný frímerki byggð
á sögu Austen, en hefð er fyrir slíkri útgáfu: http://janeaustenmagazine.co.uk/
2013/01/austen-postage-stamps/. Upplýsingar sóttar 6. febrúar 2013.