Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 109
SKÍRNIR
TÁKNMYND EÐA EINSTAKLINGUR?
107
meira varið í þá kvennaveröld sem Sigríður Pálsdóttir ólst upp í.
Faðir hennar dó þegar hún var sex ára og það voru mamma og
amma sem ólu hana upp, ekki síst amman sem er svo ótrúlega
sterkur persónuleiki í bréfum sínum. Meinhæðin en hlý. Gáfukona.
Sigríður sækir styrk til ömmu sinnar og þessara kvenna. Fyrri
maður hennar Þorsteinn Helgason skrifar Páli mági sínum árið 1835
að Sigríði langi að fá Þórunni systur sína til sín, en Þórunn var hjá
venslafólki þeirra systra austur á Héraði: „Mikið langar konu mína
til að fá hana til sín, því ef satt skal segja er henni það helst til óánægju
að hafa aungvan kvennmann hjá sér, sér sýnilega ástfólgna" (Lbs
2415 b 4to. Þorsteinn Helgason 25. maí 1835). Þessa veröld, þetta
tengslanet, þarf að skoða ekki síður en gáfumannaheim eigin-
mannsins Þorsteins og bróðursins Páls þar sem hver karlhetjan á
fætur annarri dó ótímabærum dauða: Baldvin, Þorsteinn, Tómas,
Jónas.22 En konurnar lifðu.
Þessar vangaveltur mínar spretta úr því sem finnski sagnfræðing-
urinn Irma Sulkunen kallar togstreitu milli hinnar sögulegu ka-
nónu23 þjóðarsögunnar og kynjafræðilegs sjónarhorns. Sulkunen
hefur skrifað ævisögur þriggja kvenna og átt erfitt með að láta þessa
lífsferla og kynjafræðilegt sjónarhorn koma heim og saman við hina
viðurkenndu þjóðarsögu sem hefur verið mótuð af akademískum
sagnfræðingum. Finnska þjóðarsagan, skrifar Sulkunen, er full af
goðsögnum sem smám saman hafa orðið viðurkenndur „sann-
leikur", hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar. Þetta segir hún mega rekja
til myndunar þjóðríkisins þegar markvisst var unnið að því að búa
til þjóðlega sjálfsmynd. Þar lék ævisöguritun mikilvægt hlutverk og
stofnanir á borð við Hið finnska bókmenntafélag ýttu mjög undir
að skrifaðar væru sögur af „mikilfenglegum körlum“. Af þessum
sökum reynir Sulkunen að komast á bak við goðsögurnar, m.a. með
22 Varla þarf að minna lesendur á hvernig fór fyrir þessum vonarstjörnum íslands:
Baldvin Einarsson dó af sárum af völdum elds snemma í febrúar 1833. Þorsteinn
Helgason missti vitið og reið í Reykjadalsá ófæra og drukknaði í mars 1839.
Tómas Sæmundsson lést úr tæringu 1841 og Jónas Hallgrímsson dó eftir að hafa
fótbrotnað í stiga í Kaupmannahöfn árið 1845.
23 Með kanón er átt við það sem kallað er canon eða reglurit og vísar, í þessu tilfelli,
til þeirrar „stórsögu sem haldið er á lofti" í t.d. sögu þjóðar, sbr. Erlu Huldu
Halldórsdóttur 2011: 45.