Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 157
SKÍRNIR
SKÚLI FÓGETI GAT REYKJAVÍK ...
155
skrifara. Sjarminn, viljinn og getan er til staðar. Þarna landþings-
skrifaði hann undir stjórn Magnúsar lögmanns Gíslasonar og um-
sjón Lafrenz amtmanns og þetta var merkilegt, það sést á því að
Skúli segir í sjálfævisögu sinni: „... allt Island rak upp stór augu.“
Það var eitthvað við þennan dreng.
Sýslumaður og landfógeti
Skúli er duglegur að sýsla, tekur að sér skólapilta og kennir þeim
Qón Jónsson Aðils 1911: 26, 29-33, 35-36; Lýður Björnsson 1966:
16; Skúli Magnússon 1947: 41). Tvær konur kenndu honum barn,
annað fögur kona sem fæddi vanskapning og það barn sór hann
fyrir og biður í sjálfsævisögunni Guð að opinbera sannleikann.
Annaðhvort hefur hann ekki munað eftir því að fara inn í konuna
eða þóst vita að fleiri hefðu gert það. Skúli kvænist hinni stúlkunni,
Steinunni Björnsdóttur. Faðir hennar, prófasturinn í Görðum á
Álftanesi, var talinn fjölkunnugur og því betra að hafa hann með
sér en á móti. Skúli stendur í þessu öllu og upp í hárinu á amtmanni,
rífur kjaft, berst og siglir svo hann fái betri sýslu. Hafði í Höfn betri
diplómatíska stöðu en sjálfur amtmaðurinn, hortugur próflaus og 25
ára, sagður sæmilega lögkænn. Amtmaður vildi að annar skjólstæð-
ingur fengi Skagafjörð, bauð Skúla lögmanninn í staðinn. Amt-
maður gekk í gildru og mælti með Skúla sem lögmanni. Skúli var svo
slóttugur að sækja bæði um lögmannsembættið og Skagafjarðar-
sýslu, en vildi Skagafjörð frekar og fékk 1737.
Þetta er nauðsynlegt að vita til að skilja kænskuna sem gerði
Skúla að fógeta og forsprakka hins danska átaks við að koma á
iðnaði hér eins og í öðrum sveitum Danaveldis.
Skúli var umsvifamikill og stjórnsamur sýslumaður í Skagafirði Qón
Jakobsson 1951:46; Jón Jónsson Aðils 1911:37-54,57; Lýður Björns-
son 1966:17; Skúli Magnússon 1947: 42). Setti eina af landsins fyrstu
samþykktum um búfé, sem fólst í því að reka hross á fjöll á sumrin
og setja hömlur á hestaeign. Hann var draumasýslari Dana með því
að fylgja lagabókstaf og beita hörku gagnvart strönduðum hol-
lenskum duggum, sem höfðu rekið launverslun, og var verðlaun-