Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 201
SKÍRNIR ER EMMA SJALFSHJÁLPARHÖFUNDUR? 199
Tanner leggur áherslu á að Emma misskilji margt og lesi rangt í
aðstæður, t.d. ógni hún hamingju fólksins umhverfis sig með af-
skiptasemi sinni. Undantekningin sem sýni að Emma hafi einnig
getu til að greina umhverfi sitt og persónur af skerpu, sé frú Elton
sem hún fyrirlíti fyrir framapot sitt. Myndin sem Austen dregur
upp af Emmu er þversagnarkennd í túlkun Tanners því að sögu-
hetjan stendur í raun utan við litla samfélagið sem hún stýrir af svo
mikilli framtakssemi. I raun og veru á Emma sér enga jafningja. Hún
býr ein að hnyttni sinni og enginn í Hartfield eða Highbury er jafn-
oki hennar í samræðum, en orðaleikir hennar einkennast af orku,
ákafa og flæði. Hún krefst óendanlegs frelsis í tungumálinu en hlust-
endurnir eru takmarkaðir. Hana má greina frá nágrönnum sínum í
því hvernig hún horfir á umhverfi sitt og fólk. Sýn hennar ögrar
takmarkaðri og endurtekningarsamri orðræðu íbúanna í Hartfield
og Highbury, en lífsýn þeirra er mótuð af glaðlyndi og hugsunar-
leysi.12 Þeir tilheyra algjörlega hinum afmarkaða heimi sem Emma
ríkir yfir, en þráir þó helst að brjótast út úr.
I þessu ljósi er samfélagið sem hún býr í án nokkurrar andlegrar
örvunar, leiðinlegt og jafnvel kæfandi eins og sést svo vel á því að
hún eyðir kvöldunum með stjórnsömum föður sínum sem heldur
sínum nánustu föngnum í greipum ímyndunarveiki sinnar, og
morgnunum með ungfrú Bates, sem er svo leiðinleg að Emma getur
að lokum ekki stillt sig um að snupra hana í lautarferðinni til Box
Hill. Ógnarsmá tilvera Emmu miðast við lítið svæði umhverfis Hig-
hbury, hún hefur aldrei upplifað neitt, eins og sést svo skýrt í sög-
unni þegar hún lýsir því yfir í viðurvist Knightley-bræðranna og
learn from and recognise her own errors, and finally, it seems, for her wiliingn-
ess to capitulate to a (rational) passion. [...] Emma has certainly become part of
our national heritage and nothing could — or perhaps should — dislodge her
from that position."
12 Tanner 1986: 176-177: „She is the apparent insider (all should defer to her) who
is in fact a kind of outsider (there is really no one in Hartfield, or Highbury,
who can truly engage in conversation with her): she is, for the most part, alone
with her own ‘wit’, which does not, of course, exclude a wisdom — or at least a
way of looking at things/people which transcends the constricted and repetitive
discourse of those who are more sanguinely, and mindlessly, adjusted to the
Hartfield-Highbury mode of perceiving, and living, life.“