Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 208
206
ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
góðu sem leiðir saman söguhetjuna og draumaprinsinn, kemur einnig
fram í skáldsögunni Mr. Darcy Broke my Heart (2010) eftir Beth
Pattillo. Þar þarf kvenhetja sögunnar, Claire Prescott, að takast á við
hrokafullan og valdsmannslegan herra Darcy, rétt eins og Emily gerði
iMe and Mr. Darcy. Hér gegnir eldri kona að nafni Harriet svipuðu
hlutverki og ungfrú Steane. Hún verður nokkurs konar móður-
staðgengill, en einnig verndari sem leiðir aðalhetjuna á réttar slóðir svo
að hún megi finna það í hjarta sínu hver sé rétti maðurinn fyrir hana.
I sögunni má einnig sjá hvernig kvennasamfélagið verndar Claire.
Harriet, systir hennar Missy, Jane Austen og kvennasamtökin leyni-
legu, Hinar óárennilegu (e. the Formidahles), sem stofnuð voru af
Jane og systur hennar Cassöndru, taka höndum saman og leiðbeina
kvenhetjunni í átt að sannri ást og sjálfsþekkingu. Hinar óárennilegu
koma einnig við sögu í bók Pattillo, Jane Austen Ruined my Life
(2009). Þær standa vörð um arfleifð Austen og menningarkimann
sem hún mótaði, nánast eins og Hinir upplýstu (e. Illuminati) sem
breiða samsærishulu sína yfir allt í ýmsum spennusögum samtímans,
eins og t.d. í Englum og djöflum (2004 [2000]) Dans Brown. Sjálf
nafngiftin er að sjálfsögðu sótt til Austen sjálfrar sem vísaði til sín
og Cassöndru í bréfi til hinnar síðarnefndu sem óárennilegra eldri
frænkna sem stýrðu yngri kynslóðinni af festu og umhyggju.25 Þetta
er í anda þeirra vináttusambanda sem Deborah Kaplan (1994) gerir
að umræðuefni í bók sinni Jane Austen among Women, þar sem
eldri kynslóðir kvenna leiðbeina þeim yngri.
Jane Austen á meðal kvenna
Vensl kvennamenningar og sjálfshjálparrita eru ekki ný af nálinni.
I Jane Austen among Women eru verk ensku skáldkonunnar m.a.
skoðuð með hliðsjón af hegðunarbókum (e. conduct books) tíma-
bilsins, en þar var lögð rík áhersla á vináttu kvenna. Slík sambönd
þóttu halda á lofti heimilisgildum sem voru karlveldinu þóknanleg,
en samkvæmt ráðandi hugmyndum tímabilsins voru konur sérfræð-
25 Úr bréfi Jane til Cassöndru, 3. nóvember 1813 (Austen 1995: 249). Sjá einnig
Pattillo 2009: 28.