Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 150
148 ÞÓRUNN ERLU VALDIMARSDÓTTIR SKÍRNIR
ógleymdu lagi Megasar um Skúla á plötunni Loftmynd sem Björk
og systir hennar radda svo fallega með honum. Megas spurði:
mín fína borg, en áttu enga móður?" Skúli lifir því í eyrum,
hugum, augum, hjólbörðum og munnum.
Kona Skúla var Steinunn Björnsdóttir prests í Görðum á Álfta-
nesi. Mamma Reykjavíkur þurfti að þola geðsveiflur álags Skúla.
Skúli segir um Steinunni að í henni hafi hann fyrst séð þann maka
sinn sem hann vildi hafa við búið, sem þyldi hans bresti og aldrei
reiddist, heldur var alltaf sú sama, hvað sem á gekk (Jón Jakobsson
1951: 44; Jón Jónsson Aðils 1911: 284). Svona eiga makar að vera.
Þau áttu níu börn, tvo syni og sjö dætur svo hann var umkringdur
eigin meyjafans. Sex þeirra, strákarnir og fjórar telpur, komust til
manns, sem var stórt hlutfall í gamla daga og afkomendur Skúla því
margir. Jarðabætur lét fógetinn gera í Viðey, stundaði stórbúskap,
lét rækta korn og tré og mikla kálgarða. Mikið af grænkáli og
blessað kúmen. Spreytti sig á tóbaksrækt. Byggði upp svo stór-
kostlegt æðarvarp í eynni að í meðalári fengust 9700 egg og firn af
hreinsuðum dúni. Fólk og búfé var eftir því. Gósentímar og gleði og
margur góður sopi. 30 kýr gefa mikla mjólk, skyr og mysu.
Skúli var kallaður ljósmóðir Reykjavíkur í nýlegum texta
sýningar um Vatnsmýrina. Fallið er karlveldið og feður orðnir
ljósmæður. Hann stóð jú fyrir því að sóttur var mikill mór í mýrina,
eldsneyti uppbyggingar og nýsköpunar. Lét sækja þangað eld og
ljós og ól borg úr legi sínu. Heyr. Til hamingju með allt saman og
300 ára afmælið, Skúli, síðbúnar afmælisþakkir færum við þér.
Hvers vegna Reykjavík?
Þorleifur Óskarson (2002: 125-128) segir það best í Sögu Reykja-
víkur, Ingólfur Arnarson og Skúli fógeti voru báðir afbragðs
landfræðingar og fundu strategískt besta svæðið. Áður hafði verið
stungið upp á Hafnarfirði og Mýrum sem höfuðstað. Eggert Ólafs-
son og Bjarni Pálsson töluðu um það sem tilviljun í ferðabók sinni
að bær fyrsta landnámsmannsins varð þorp Innréttinganna. Af því
er ljóst að Skúli tengdafaðir Bjarna var ekkert að hugsa um Ingólf.
Bessastaðir höfðu vegna góðrar legu lengi verið miðja erlendrar