Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 205
SKÍRNIR
ER EMMA SJÁLFSHJÁLPARHÖFUNDUR?
203
Emma, Austen og nútímasjálfshjálparkúltúr
Þótt Emmu megi túlka sem ráðríkan og misvitran stefnumóta-
ráðgjafa, má ekki heldur gleyma því að í huga lesenda sinna deilir
hún áhuganum á ástinni með höfundi sínum og um margt er hún sú
sögupersóna sem tengdust er kvenlegri sköpunargáfu í skáldskap-
arheimi Austen, í anda þess sem greining Tanner gefur til kynna.
Þetta er dregið skýrt fram í samtíma okkar þar sem raunverulegt
innsæi í málefni ástarinnar er svo samtvinnað höfundarímynd Aus-
ten að fjöldi sjálfshjálparrita, hegðunar- og stefnumótabóka hefur
verið skrifaður í nafni skáldkonunnar. Þar stígur Austen fram sem
raunveruleg persóna, tekur við bréfum nútímalesenda og leiðbeinir
þeim um refilstigu ástarinnar. Hér má nefna nýleg stefnumótarit
Lauren Henderson, Jane Austen’s Guide to Dating (2005) og Pat-
rice Hannon Dear Jane Austen. A Heroine’s Guide to Life and Love
(2005), en bækurnar eru mun fleiri.20
Þessi höfundarímynd Austen er þó ekki bundin við sjálfshjálp-
arbókmenntir því að í ýmsum öðrum greinum Austen-iðnaðarins er
horft til skáldkonunnar sem miðlunarafls sem beint eða óbeint
auðveldar söguhetjunum að finna ástina og rjúfa einangrun sína, eða
að finna tilganginn með tilveru sinni - styrkja samband söguhetj-
unnar við sjálfa sig. Stundum er þetta táknrænt miðlunarvald eins og
í verki Williams Deresiewicz, A Jane Austen Education (2011), þar
sem lestur á verkum skáldkonunnar opnar höfundinum leið að sjálf-
skilningi, en svipaða hugmynd má greina í skáldsögu Karenar Joy
Fowler,/iíwe Austen Book Club (2007 [2004]), þar sem hópur ein-
staklinga finnur ástina í leshring helguðum skáldkonunni, svo
nefndar séu aðeins tvær bækur úr tveimur ólíkum bókmennta-
greinum sem fást við svipaða hugmynd.
Tengslum við skáldkonuna er komið á með ýmsum öðrum
hætti, en beinum lestri á verkum hennar. I sumum tilvikum halda
söguhetjurnar í ferðalag á slóðir Austen, eins og í sjálfsævisögulegri
lýsingu Lori Smith, A Walk with Jane Austen (2007), og skáldsög-
20 Hér má nefna bækur Henriettu Webb (2006), Rebeccu Smith (2012), Elizabeth
Kantor (2012), Lori Smith (2012) og Margaret C. Sullivan (2007).