Skírnir - 01.04.2013, Page 110
108
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
SKÍRNIR
hjálp aðferða einsögunnar, og skoða bæði þá sem „sigra“ og „tapa“
í átökum mismunandi hugmyndafræði (Sulkunen 2009). Jafnframt
hef ég orðið fyrir áhrifum þeirra sagnfræðinga sem hafa í sífellt
meira mæli gagnrýnt stórsögur kvenna- og kynjasögunnar og ég
ræddi nokkuð í doktorsritgerð minni. I þeirri nálgun er lögð áhersla
að skrifað sé um og hlustað á ólíkar raddir og frásagnir í stað þess
að leggja áherslu á einsleita og „saumlausa“ sögu (Erla Hulda Hall-
dórsdóttir 2011 a: 49). Þrátt fyrir að kenningar og rannsóknarniður-
stöður kvenna- og kynjasögunnar hafi sannarlega breytt því hvernig
sagan er rannsökuð og skrifuð, og þó að femínískar rannsóknar-
áherslur í fræðilegum ævisögum hafi breytt hugmyndum um það
hvernig skrifa eigi ævisögur og hverjir séu verðug viðfangsefni (sbr.
Caine 2010; Ware 2010) er kvenna- og kynjasagan sjálf ekki laus
undan stórsögulegum hugmyndum.
Ljóst er af fyrri rannsóknum, og því sem hér hefur verið sagt,
að íslenskar ævisögur (líkt og svo margar sjálfsævisögur 20. aldar)
hafa til skamms tíma byggst á hefðbundnu sjónarhorni hinnar
„þjóðlegu" sögu og frásagnar. Sigurður Gylfi Magnússon heldur
því fram í svari sínu við spurningu Sögu að nýjungum á sviði ævi-
sagna hafi ekki verið vel tekið (Sigurður Gylfi Magnússon 2011: 40).
Hann vísar ekki til bóka eða gagnrýni þar að lútandi en ekki er ólík-
legt að hann hafi þar í huga viðbrögð við bók Þórunnar Erlu Valdi-
marsdóttur, Snorri á Húsafelli, sem kom út árið 1989 og braut blað
í íslenskri ævisagnagerð. Um það mál fjallaði Sigurður í Fortíðar-
draumum (2004). Einnig gæti hann haft í huga áðurnefnda gagn-
rýni á bók Sigrúnar Pálsdóttur og loks mína eigin gagnrýni á bók
Matthíasar Viðars Sæmundssonar, Héðinn, Bríet, Valdimar og
Laufey.24 Nýjungar eða tilraunir í ævisagnagerð falla ekki öllum í
24 Um bók Matthíasar fjallaði ég á bókafundi Sagnfræðingafélagsins árið 2005 og í
ritdómi í Sögu sama ár. Bókin var (og er) nýstárleg í íslensku samhengi vegna
framsetningar og túlkunar því að Matthías stígur út fyrir hefðbundna (leyfilega)
ramma sagnfræðilegrar frásagnar og túlkar heimildir frjálslega — með öðrum
orðum leyfir sér sviðsetningar byggðar á því sem mögulega hefði getað átt sér
stað. Bók Matthíasar er skrifuð af mikilli stílsnilld og glíma hans við heimild-
irnar og sú aðferð sem hann beitir við túlkun og framsetningu er mikilvægt fram-
lag til hinna ævisögulegu fræða. Engu að síður þótti mér frásögnin full óróleg, þ.e.
of margar sögur sagðar í einu, sbr. Erlu Huldu Halldórsdóttur 2005.