Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 19
SKÍRNIR
VALDIÐ FÆRT TIL FÓLKSINS?
17
ast að miklu leyti með EES-samningnum 1994, en íslensk stjórn-
völd létu undir höfuð leggjast að sníða þessari litlu þjóð stakk eftir
vexti. í stað þess að setja umsvifum fjármálafyrirtækja hófsamleg
mörk voru teknar ýmsar ákvarðanir, svo sem í skattamálum, sem
gerðu rekstur þeirra aðlaðandi og juku samkeppnishæfni þeirra, eins
og það er orðað. Stjórnarstefnan, ásamt hagstæðum skilyrðum á
alþjóðlegum lánamörkuðum, gerði bönkunum kleift að vaxa gríðar-
lega og þar liggur rót vandans. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Seðlabanka Islands, orðaði þetta vel:
Það er oft verið að horfa á hvaða steinar voru það í götunni svona á síðustu
metrunum sem hinn drukkni datt um. En þetta byrjar á barnum og þetta
byrjar þegar þeir fylla sig með öllu þessu fjármagni ... (Vinnuhópur 2010:
118)
Þótt vöxtur fjármálageirans hafi verið í samræmi við pólitíska stefnu
stjórnvalda, þá eru þau gagnrýnd fyrir það í skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis að engin réttnefnd stefnumörkun hafi legið fyrir.
í því samhengi er minnt á hve faglega veikburða íslensk stjórnsýsla
er, ekki síst eftir að Þjóðhagsstofnun var lögð niður árið 2002
(Vinnuhópur 2010: 157). Fyrir vikið öðluðust hagsmunaaðilar á
borð við greiningardeildir bankanna og Viðskiptaráð, sem höfðu
engar beinar skyldur við almenning, meira vægi í almennri umræðu
og stefnumótun. Á þetta reyndi einnig þegar syrta fór í álinn og
stjórnvöld stóðu frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Fundið er að
því hve illa undirbúnar sumar mikilvægar stjórnvaldsákvarðanir
voru og ráðherrar eru jafnvel gagnrýndir fyrir að bera sig ekki eftir
upplýsingum um stöðu mála (Vinnuhópur 2010: 151-152).
Það var raunar hluti af hinni pólitísku lömunarveiki, sem greip
um sig í stjórnkerfinu þegar menn grunaði hvert stefndi, að vandi
fjármálakerfisins varð aldrei eiginlegt viðfangsefni ríkisstjórnar-
innar: »Aþ essu tímabili var lítið fjallað á ráðherrafundum um hinn
yfirvofandi háska, ekki var fjallað formlega um hann á ráðherra-
fundum og ekkert skráð um þau efni á fundunum" (Urskurbur
Landsdóms í máli nr 3/2011, Alþingi gegn Geir Hilmari Haarde
2011). Sumpart helgaðist þetta vinnulag líka af sterku foringjaræði
eða því fáveldiseinkenni íslenskra stjórnmála að lítill hópur „lykil-