Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 12
S va n h i l d u r Ó s k a r s d ó t t i r 12 TMM 2014 · 1 Þessi gögn spanna tímann frá tólftu öld til þeirrar tuttugustu og á meðal þeirra eru höfuðdýrgripir þjóðarinnar. Þarna eru bækurnar og brotin sem Íslendingar þráðu svo ákaft að fá aftur í sínar hendur. Handritin sem komu heim frá Danmörku á árunum 1971–1997. Sem betur fer nær fúkkalyktin sem fyllir vitin á klósettinu í Árnagarði ekki inn í geymsluna þar sem þau þjappa sér saman í röðum. Hvernig annast skal handrit Ég býst við að ef gerð væri skoðanakönnun mundu flestir Íslendingar lýsa sig sammála þeirri fullyrðingu að það ætti að hugsa vel um handritin. En hvað felst í því? Jú, það þarf að geyma þau við rétt skilyrði og vernda þau fyrir hnjaski og öðru því sem flýtt getur hrörnun þeirra. En slíkt er einungis frumforsendan, byrjunin. Því eins og Brynjólfur biskup Sveinsson benti á fyrir hálfri fjórðu öld, er sinnuleysið versti óvinur fornra bóka: að loka þær inni og varna fólki að kynnast því sem þær hafa að geyma er fremur að eyða þeim en varðveita.7 Þess vegna er svarið við spurningum eins og: „Farið þið ekki að verða búin að taka við handritunum?“ að við verðum aldrei búin. Ef umhyggja fyrir hinum fornu bókum er tekin alvarlega þá vinnum við stöðugt að því að rannsaka og birta textana sem þær geyma, bæði þá sem aldrei hafa verið gefnir út og líka hina sem einhvern tíma hafa verið prentaðir vegna þess að nýir tímar leiða af sér breyttan skilning á gömlum sögum og kvæðum og þess þarf að sjá stað í útgáfum. Við þurfum líka að finna leiðir til þess að opinbera myndlistina sem býr í handritunum og tónlistina, ekki síður en bókmenntirnar. Og við þurfum að spyrja spurninga um tilurð, merkingu og tilgang þessara listaverka. Okkar mikli arfur – ógrynni texta, heilt haf af handritum, vitnisburður um íslenska hugsun, sköpun, tungutak í átta hundruð ár – kallar á mikla vinnu ef réttilega á að vernda handritin en ekki eyða þeim. Stefnuleysi Íslendinga í málefnum Árnastofnunar, sinnuleysi þeirra gagnvart handritunum, er í reynd eyðingarstefna. Það kom fram hér fyrr í greininni að um handritin véluðu sjö manns, þar af fjórir rannsóknardósentar/prófessorar. um aldamótin voru þeir níu. Þeim hefur semsé fækkað um meira en helming á rúmum áratug – sú þróun hófst fyrir hrun. Þá var núverandi handritasvið hryggjarstykkið í „gömlu“ Árnastofnun en hún var síðan sameinuð fjórum öðrum stofnunum árið 2006 eins og fyrr segir. Sameiningin var vilji ráðuneytis og stjórnvalda og röksemdirnar voru hefðbundnar: litlar einingar eru óhagkvæmar, mikilvægt er að ná fram samlegðaráhrifum, spara það fé sem þarf til skrifstofuhalds og rekstrar og nýta fjármunina þá betur til hagsbóta fyrir fræðin – og þjóðina alla. Til þess að sýna nú að þeim væri alvara áformuðu stjórnvöld að reisa byggingu yfir hina sameinuðu stofnun, svo hún gæti sameinast í veru- leikanum en ekki bara á pappír, og sömuleiðis fékk nýja stofnunin í tannfé tvær rannsóknarstöður og var önnur kennd við Árna Magnússon, hin við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.