Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 120
120 TMM 2014 · 1
Páll Valsson
„Hafnar úr gufu
hér, heim allir
girnumst vér …“
Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór: Kaup-
mannahöfn sem höfuðborg Íslands I–
II. Hið íslenska bókmenntafélag 2013.
„Þér vitið vel að sá auður sem hér í
Kaupinhafn samanstendur hefur á und-
angeingnum mannsöldrum grundvall-
ast á Íslandsversluninni. Leiðin til æðstu
metorða í þessum danska höfuðstað
hefur jafnan legið gegnum Íslandsversl-
unina. Sú fjölskylda er varla til í þessum
stað, að ekki hafi einhver meðlimur
hennar brauð sitt frá compagniet. Og
ekki hefur þótt öðrum bjóðandi en
hæsta aðli, helst konúngbornum mönn-
um, að þiggja Ísland að léni. Ísland er
gott land. Ekkert land stendur undir
jafnmörgum auðkýfingum og Ísland.“
Oftlega hefur verið vitnað til þessa
samtals hins þýðverska kaupmanns
uffelens og Arnasar Arneusar í Íslands-
klukku Halldórs Laxness, þar sem uffe-
len býður Arnasi landstjórn, fari svo að
hann kaupi Ísland eins og honum stend-
ur til boða. Úr þessu samtali hefur setið
eftir hugmyndin um hina moldríku
kaupmenn sem versluðu við Ísland í
skjóli einokunar og hafta, og auðguðust
stórkostlega, eins og sjá mátti á gylltum
þökum glæsihúsa þeirra í höfuðborginni
við Eyrarsund sem við þá er kennd,
sjálfri Kaupmannahöfn.
Hingað til hef ég, og sjálfsagt fleiri,
litið á þessi orð sem dæmigerðar ýkjur
hjá skáldinu; Halldór færi í stílinn af
sinni alkunni snilld, en þegar lesið er
hið nýja, stóra og glæsilega verk Guð-
jóns Friðrikssonar og Jóns Þ. Þór, Kaup-
mannahöfn sem höfuðborg Íslands, þá
hvarflar að manni að meiri innistæða
hafi verið fyrir orðum skáldsins en
maður hugði. Og væri þá ekki í fyrsta
sinn sem skáldskapur Halldórs Laxness
reynist nær veruleikanum en óskáldlegri
texti úr öðrum áttum. Þar kemur nefni-
lega fram að Íslandskaupmenn voru
óvenju stöndugir í gegnum aldirnar og
mynduðu á tímabili eins konar yfirstétt
í höfuðstaðnum og urðu sumir afar
valdamiklir. Orð uffelens um að ein-
ungis mönnum af æðstu stigum hefði
hlotnast það veraldlega lán að versla við
Íslendinga virðast líka styðjast við
nokkur rök. Það má furða sig á þessu
því löngum hefur verið litið á aldirnar
frá siðaskiptum og fram á 19. öld sem
niðurlægingaskeið í Íslandssögunni;
gríðarleg fátækt lá í landi, nánast
örbirgð samfara almennri hnignun, og
maður á bágt með að sjá að nokkur leið
sé að hagnast verulega á svo fátækum
lýð. En sú hugsun er líkast til hliðstæð
því þegar danskir kunningjar spurðu
mann iðulega í miðju svokölluðu góð-
æri, þegar íslenskir útrásarvíkingar fóru
mikinn í að kaupa upp fyrirtæki og
stórhýsi gömlu höfuðborgarinnar við
Sundið, hvernig í ósköpunum menn
gætu orðið svona ríkir á því að selja svo
fámennri þjóð eins og Íslendingum ban-
ana og epli ódýrt!
Það er óvenjulegt verkefni sem þeir
félagar takast á hendur, að skrifa sögu
borgar sem gegndi hlutverki höfuðborgar
Íslands í nær 500 ár. Þetta er að sönnu
D ó m a r u m b æ k u r