Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 81
Tv ö b r é f t i l E r l e n d s
TMM 2014 · 1 81
Kaupmannahöfn 16.4. 1936:
Kæri Erlendur.
Enginn veit kannske betur en þú, hversu lítilmótleg persóna ég er, enginn
nema ef til vill Þóra, þessi ágæta stúlka. Viltu heilsa henni frá mér og segja
henni, að ég sé að hugsa um að senda henni postulínshund og myndagátu í
afmælisgjöf. Ítem eina aldýra, ef vel liggur á mér –
Nú skal ég segja þér eitt. Það fór svona, að áður en ég komst hingað til Kbh
hafði ég eytt og sóað um 50 kr af mínum skáldastyrk, ég hafði gjaldeyris-
leyfi upp á 250 kr (það er í höndum bróður míns), en ekki nema 200 kr. í
peningum. Nú hefur bróðir minn lofað að hjálpa mér með 25 kr. en alls ekki
meira, því hann er aðgætinn í fjármálum og stórgáfaður! Nú vil ég spyrja
þig, kæri Erlendur, getur þú lánað mér (í viðbót við allt annað sem þú hefur
lánað mér) þessar 25 krónur, sem til vantar svo gjaldeyrisleyfi mitt verði þá
for satan útnotað? Ég bið Hjört bróður minn að tala um þetta við þig nánar
áður en hann fær þessa peninga mína yfirflutta.
Annars hefi ég það fínt í alla staði og líkar vel við danskinn.Fyrirgefðu svo
þetta allt saman og vertu blessaður.
(Sign.)
Til Erlendar Guðmundssonar, Garðastræti 15. Reykjavík 5/7 4́1.
Eftir að hafa átt þess kost að virða fyrir mér húsið nr 15 við Garðastræti nú
um nokkurn tíma og hafandi lesið auglýsingu yðar í dagblöðum bæjarins,
geri ég undirritaður eftirfarandi tilboð.
Kaupverð kr. 39191.77
Útborgun – 7777.77
Eftirstöðvar kr. 31414.00 greiðast með skuldabréfi útgefnu á mitt eigið nafn
að undanskildum kr. 30414.00 sem greiðast í hlutfalli við sókn Rússa inn í
Þýskaland og eigi minna en kr. 1.69 pr. kílómeter.
Þannig er mitt tilboð.
Virðingarfyllst
Steinn Steinarr