Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 124
D ó m a r u m b æ k u r
124 TMM 2014 · 1
Vegna þess hversu mikil saga er hér
undir hafa höfundar tekið þá skynsam-
legu ákvörðun að fjalla einungis stuttlega
um þá atburði og persónur sem áður
hefur verið skrifað hvað mest um í gegn-
um tíðina. Þar er fyrst og fremst um að
ræða þjóðskáld og baráttumenn þjóð-
frelsis á 19. öld; Jónas Hallgrímsson og
Jón Sigurðsson þar fremstir meðal jafn-
ingja. Hins vegar er óhjákvæmilega dval-
ið við merka atburði og persónur
Íslandssögunnar í Kaupmannahöfn;
eldsvoðann mikla 1728 þegar safn Árna
Magnússonar brann og stuðst þar við
Jón Ólafsson Grunnvíking, sagt frá Árna
frá Geitastekk og Jóni Indíafara, þeim
lærðu Svefneyingum og upphafi íslenskr-
ar fræðastarfsemi í Höfn, og sömuleiðis
sagt frá Jóni Eiríkssyni konferensráð,
uppgangi hans og sviplegum afdrifum.
Reyndar hefði vel mátt fara dýpra í stór-
merkan feril Jóns Eiríkssonar, sem nú
mun mörgum gleymdur, en enginn
Íslendingur mun líklega fyrr eða síðar
hafa notið jafn óskoraðs trausts og álits
danskra stjórnvalda. um Jón skrifaði
reyndar Sveinn Pálsson merka ævisögu,
en sú hefur verið ófáanleg í aldir. Á hinn
bóginn fjalla höfundar rækilegar um
annan gagnmerkan Íslending, Finn
Magnússon leyndarskjalavörð, enda leit-
un á jafn dramatískri sögu um upphefð
og fall, þótt um hann hafi oft verið
fjallað, bæði í fræðiritum og skáldskap –
síðast líklega Aðalgeir Kristjánsson í bók
sinni Nú heilsar þér á Hafnarslóð sem
rétt er að nefna og geymir mikinn fróð-
leik. Örlagasaga Finns prófessors býr líka
yfir slíkri dýpt sem saga um gæfu og
gjörvileika, hrifnæmi, hollustu og vissa
einfeldni að hún er í senn heillandi og
svolítið dæmigerð fyrir þegna smáþjóðar
í stórri borg fyrr og nú. Stuttlega er líka
fjallað um menn eins og Rasmus Rask,
Baldvin Einarsson, Carl Christian Ravn,
Gísla Brynjúlfsson og Konráð Gíslason,
þótt í öllum tilvikum blundi undir miklu
dramatískari sögur en höfundar hafa
tækifæri til þess að gera fullnægjandi
skil. Kærkominn og maklegur er hins
vegar rækilegri þáttur um mann sem
dvaldi með fleiri kynslóðum í Höfn og er
gleymdari en hann á skilið; Magnús
Eiríksson, einatt nefndur frater, sá frjáls-
lyndi og frumlegi guðfræðingur sem
háði sína mögnuðu baráttu við Marten-
sen biskup, sem hann taldi stórhættuleg-
an úlf í sauðargæru, og var í gagnrýni
sinni á ýmsan hátt á sömu nótum og
hinn miklu frægari samtímamaður,
Sören Kierkegaard. Kierkegaard vildi þó
ekkert af Frater vita, að því er virðist af
því hann þótti hálfskrýtinn og ekki nógu
fínn félagsskapur. Af þessu öllu er mikil
ósögð saga. Svolítið má sakna meiri
umfjöllunar um Benedikt Gröndal, þótt
víða styðjist höfundar við lýsingar hans á
lífinu í Kaupmannahöfn, sem og Jón
Hjaltalín landlækni og hinn forkostulega
Þorleif Guðmundsson Repp. En enn skal
ítrekað að sá á kvölina sem völina.
Ég tala hér um höfundana í fleirtölu
og það segir sína sögu. Þeir standa sam-
eiginlega skráðir fyrir öllu verkinu, í
stað þess að hvorum um sig séu merktir
tilteknir þættir. Þar með taka þeir
áhættu því dæmi eru um að slík verk
verði líkt og klofin vegna ólíkra efnis-
taka og stíls. Það getur valdið hvimleiðri
innri skekkju sem spillir heildarmynd-
inni. Hér hefur höfundum hins vegar
tekist vel að stilla saman sína strengi, og
þótt kunnugir fyrri verkum þeirra þyk-
ist stundum sjá fingraför annars hvors á
texta, þá er sterkur og góður heildar-
svipur á verkinu.
Sem fyrr sagði hefur hingað til í
skrifum um Íslendinga í Kaupmanna-
höfn mest verið fjallað um fræðimenn,
listamenn, skáld og baráttumenn fyrir
sjálfstæði. Af þeim sökum er einna
mestur fengur í umfjöllun þessa verks