Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 142

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2014 · 1 maður átti ekki, mér finnst ég ekki þurfa að endurheimta hluta af sjálfri mér. Ég þarf ekki föður til að komast að því hver ég er enda er fátt meiri skáldskapur en ævisaga manns og minningar hápunktur skáldskaparlistarinnar, de arte poetica. (142) Perla segist hafa meiri áhuga á móður- legg sínum enda megi þar finna bæði hina skáldlegu æð og smæðina í ætt- móður sem „sögð var „ljóðelsk og lág- vaxin““ (142). Perla segir móður sína hafa verið einstaklega heilsteypta konu og hafa farið með faðernið í gröfina. Hún hafi hins vegar verið „með eftir- prentun af Las meninas eftir Velazques í stofunni. „Til að ég vissi hvaðan ég kæmi“, eins og hún orðaði það“ (140). Perla á þannig uppruna sinn í skáld- skapnum en Las meninas er eitt frægasta dæmi listasögunnar um málverk sem fjallar um tilurð sína, eðli og takmark- anir. VI Perla er ekki aðeins rödd kaldhamraðar skynseminnar í kjallara Maríu heldur einnig hinnar sjálfsvituðu sögu. Og hún tekur bæði þessi hlutverk mjög alvarlega. Hún reynir annars vegar að fyrirbyggja að lesið verði í sögu og sálarlíf Maríu út frá freudískum klisjum þótt það virðist að ýmsu leyti liggja beinast við og hins vegar bendir hún ítrekað á að María sé „fagurfræðileg persóna“ (173) og (skáld) sagan um hana takmörkunum háð; reynslan hafi kennt sér að mannleg hegðun sé „tilviljunarkennd, duttlunga- full og ófyrirsjáanleg“ og ef maður ætli að sjá fyrir viðbrögð manna þurfi að „gera ráð fyrir öllum möguleikum sem sé ómögulegt“ (37). Lífið rúmast því ekki innan skáldsögunnar, að mati Perlu: Ef við tökum sem dæmi það sem gerst hefur í lífi þínu undanfarnar vikur, María, þá sé ég ekki fyrir mér að það sé hægt að koma böndum á óreiðuna og troða inn í ramma tvö hundruð áttatíu og fimm blaðsíðna bókar. Það eru of margir útúrdúrar sem koma við sögu. (231) Það þarf ekki að koma lesendum á óvart að blaðsíðufjöldin sem Perla nefnir stemmir nákvæmlega við Undantekn- inguna. Hlutverk Perlu fer með öðrum orðum saman við það verkefni höfundar sög- unnar að í senn forða verkinu frá eilífri endurtekningu skáldskaparins og horf- ast í augu við skorðurnar sem honum eru settar. Markmiðið hlýtur ævinlega að vera að fanga undantekninguna sem gerir lífið að hápunkti skáldskaparins. Tilvísanir og athugasemdir 1 Auður Ava Ólafsdóttir, Undantekningin. De arte poetica, Reykjavík: Bjartur, 2012. Hér eftir verður vísað til þessarar bókar með blaðsíðutali innan sviga í meginmáli. 2 Auður Ava Ólafsdóttir, „Dvergar og stríð: um lítil og stór viðfangsefni í skáldskap, hávaxnar og smávaxnar sögupersónur, rif- höfunda sem tilheyra annars vegar dvergþjóð og hins vegar stórþjóð og hugmyndir um eyjar og meginlönd bókmenntanna“, Tímarit Máls og menningar 4/2013, bls. 13–25, hér bls. 15. 3 Sama heimild, bls. 16. 4 Þess má geta í þessu sambandi að Vera Knútsdóttir bendir á að Undantekninguna megi lesa sem stúdíu „í táknrænu gildi nafna í skáldsögum“. Sjá Veru Knútsdóttur, „um skáldskaparlistina í undantekningunni“, bókmenntir.is: http://www.bokmenntir.is/ desktopdefault.aspx/tabid-3409/5648_read- 34318/6711_view-5191/ [sótt 18. febrúar 2014]. 5 Clive Cazeaux (ritstj.), „Introduction“, The Continental Aesthetics Reader, London og New York: Routledge, Taylor & Francis Group, 2000, bls. 3–15, hér bls. 12. 6 Sama heimild, bls. 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.