Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 121
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 1 121 mikið verk og í tveimur vænum bindum; fyrra bindið fjallar um söguna frá því Kaupmannahöfn verður höfuðborg um miðja 15. öld og fram til 1814 þegar Danir eru komnir nánast að fótum fram eftir miklar ófarir í styrjöldum og höfuð- borgin rústir einar. Síðara bindið fjallar svo um söguna eftir það, dönsku „gull- öldina“ sem kölluð er, og fram til 1918 þegar Ísland fær fullveldi og Kaup- mannahöfn gegnir ekki lengur marg- þættu hlutverki höfuðborgar landsins. Það segir sig sjálft að efnið kallar á visst jafnvægi í efnistökum milli danskrar sögu og íslenskrar, þar sem aðalhættan er kannski fólgin í of þröngu, íslensku þjóðernislegu sjónarhorni. Guðjón og Jón eru greinilega meðvitaðir um þessa hættu og tekst vel að forðast slíkar gryfj- ur. Annar vandinn snýst líka um að kunna að nýta sér sjónarhorn borgarinn- ar, leyfa henni að njóta sín á sjálfstæðan hátt ef svo má að orði komast, þannig að falleg og merkileg hús borgarinnar eða atburðir sem ekki tengjast beint mikil- vægum þáttum í Íslandssögunni, fái samt umfjöllun þannig að lesandi verði einhverju nær um sögu og þróun borgar- innar, fái tilfinningu fyrir henni sem slíkri. Og er þá ónefndur sá vandi að gæta jafnvægis í frásögninni milli þess að fara hvorki of djúpt í mál né of grunnt, vegna þess að í yfirlitsriti af þessu tagi þar sem urmull persóna er leiddur fram er þessi hætta stöðug og sínálæg; þá gildir að freista þess að teikna útlínur snöggum dráttum, gefa stutt yfirlit en reyna samt að vekja spennu og kveikja í lesanda þannig að áhugasamir geti síðan bjargað sér sjálfir um frekari upplýsingar. Í stuttu máli finnst mér höf- undum takast þetta almennt séð prýði- lega og til fyrirmyndar hvernig þeir kappkosta að halda ávallt heildarmynd- inni, þótt frásögnin fari út og suður, eða réttara sagt í sífellu til Hafnar og heim. Eins og alkunna er var Kaupmanna- höfn sá gluggi sem Íslendingar horfðu á heiminn um – um tíma jafnvel eini glugginn – þangað leituðu þeir mennta og nauðsynja, og þangað leituðu þeir réttlætis eða réttlætið sem þar bjó leitaði þá uppi. Í Kaupmannahöfn er því mikil íslensk saga við næstum hvert fótmál. Einn meginkostur þessa verks er reyndar sú ákvörðun höfunda að horfa víðu sjón- arhorni á söguna og þeir leggja sig til dæmis fram um að tengja sögusviðið evrópskri sögu sem er ævinlega í bak- grunni. Sagan á sér ekki alltaf upphaf og endi í Kaupmannahöfn, heldur ráðast örlög Dana, og þar með Íslendinga, af gangi mála í Evrópu og víðar í heimin- um. Það er mikilvægt að draga fram áhrif stjórnmálahræringa í álfunni á stöðu Íslands; svo aðeins eitt dæmi sé tekið sýnist blasa við að pólitískt vanmat Friðriks VI. í Napóleonsstríðunum og deilunum við Breta hafi styrkt stöðu Íslands til muna og þar með flýtt fyrir allri sjálfstæðisviðleitni. Litlu virðist reyndar hafa mátt muna að Danir misstu Ísland alfarið úr höndum sér, eins og til dæmis Noreg. Allt er þetta vel dregið fram í bókunum og í góðu jafnvægi. Ítarlega er fjallað um verslun og við- skipti enda byggðist Kaupmannahöfn upp sem verslunarmiðstöð, nánast beint úr því að vera virki eins og miðaldaborg- ir voru gjarnan. Samskiptin við Ísland eru líka einkum á sviði viðskipta. Að loknum þeim lestri hlýtur maður að álykta, nokkuð óvænt, að Íslendingar virðast í raun og veru aldrei hafa verið sérstaklega einangraðir. Óvænt segi ég vegna þess að sú mynd af verslunarmál- unum sem Guðjón og Jón draga upp er býsna langt frá þeirri sem lesa mátti í Íslandssögu Hriflu-Jónasar, svo dæmi sé tekið, af sárafátækri þjóð við hungur- mörk sem voru allar bjargir bannaðar vegna illra einokunarkaupmanna sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.