Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 60
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 60 TMM 2014 · 1 Thor formlega sem arftaka krúnunnar. Ásgarður er sumsé konungsríki og Óðinn er að búa sig undir að setjast í helgan stein. Loki, sem veit ekki betur en að hann sé blóðbróðir Thors, er sár og öfundsjúkur. Krýningarathöfnin er trufluð af innbroti, þursar komast inn í höllina og reyna að stela þaðan fornu herfangi. Seinna kemur í ljós að Loki hefur opnað þeim leið með það að markmiði að skemma fyrir Thor. Reiði hans verður þó enn meiri þegar upp kemst að hann er alls ekki sonur þeirra Óðins og Friggjar af holdi og blóði heldur ættleiddur konungssonur þursa eftir að Óðinn hafði gersigrað þá í bardaga. Thor tekur það upp hjá sjálfum sér að elta þjófana uppi og brýtur þannig gegn fyrirmælum föður síns sem verður til þess að Óðinn gerir son sinn útlægan og sendir hann til jarðar. Hamarinn, sem Thor átti að fá til marks um konungsdæmið, er sömuleiðis sendur af stað til jarðar, með þeim fyrirmælum að enginn muni geta valdið honum nema hafa sannað gildi sitt – sem Thor, eða jafnoki hans. Thor er pikkaður upp, fremur ringlaður, af hópi vísindamanna sem eru að rannsaka truflanir í himinhnöttunum, meðal þeirra er Jane Foster, sem verður strax skotin í Thor og hann í henni. Allt voða krúttlegt. Á meðan á þessu gengur leggst Óðinn í dvala og upp- lausn ríkir í Ásgarði. Loki sendir einskonar vélskrýmsli á eftir Thor sem þarf bæði að verja sig og hina nýju vini sína, vinir hans frá Ásgarði koma askvaðandi til að aðstoða hann og Jane Foster reynir að hjálpa honum til að ná aftur hamrinum, sem lenti á svipuðum slóðum. Allt bjargast þetta náttúrulega að lokum, en Loki fellur ofan í ginn- ungagap, bara til að snúa aftur með her óvígra geimvera í The Avengers. Ástralski leikarinn Chris Hemsworth var valinn til að leika Thor, en hann er allt í senn hávaxinn og vörpulegur, litfríður og ljóshærður. Í þessari fyrstu mynd var hann þó ekki sérlega tilþrifamikill og virtist helst fær um að vera sár, ringlaður og ofurlítið reiður. Breski leikarinn Tom Hiddleston sótti upp- haflega um hlutverk Thors en endaði sem Loki. Hann þekkja kannski ein- hverjir úr þáttum Branaghs um Wallander, en þar leikur hann Martinson. Það er gömul og góð hefð fyrir því að Bretar leiki illmenni í bandarískum bíómyndum og þrátt fyrir að vera bundinn ofurdramatísku handriti sýndi Hiddleston mun meiri tilþrif en Hemsworth, enda um öllu bitastæðara hlut- verk að ræða. Anthony Hopkins sem Óðinn var afskaplega valdsmannslegur og Rene Russo í hlutverki Friggjar skilaði samviskusamlega af sér ímynd hinnar þolinmóðu og dálítið þjökuðu móður. Jane Foster er leikin af Natalie Portman og fékk nú ekki mikið að gera í þessari mynd annað en að horfa dálítið heilluð á Thor. Af öðrum leikurum má nefna Stellan Skarsgård í hlut- verk læriföður Fosters og Ray Stevenson sem Volstagg, vin Thors, en hann gæti fólk þekkt úr bresku sjónvarpsþáttaröðinni Rome (2005–2007) eða í hlutverki The Punisher (2008). Síðast en ekki síst ber að nefna hinn kolsvarta Idris Elba (Luther) sem Heimdall. Eins og áður segir er leikaravalið flott, en það var þó ekki fyrr en í næstu mynd sem það fékk verulega að láta til sín taka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.