Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 39
S e n d u r m e ð s v i p u TMM 2014 · 1 39 ég svaf illa af spenningi yfirvofandi ferðalags og vildi að við værum komnir að Hunangsvörðu og karlhelvítið léti mig fá hestinn. Og, andskotinn, datt mér ekki í hug, hann er útsmogin óværa, þegar við loksins skakklöppumst og slöttólfumst þangað er hann ófáanlegur til að stíga úr sínum sessi. – Æ, ó, æ, sjáðu aumur á gömlum þreyttum manni. – Þú ert bara helvítis fól! Svona, af baki með þig! Þetta er minn hestur! Ég hef verið allt of liðugur við þig. – Æ, mér er síst of gott að sitja dálítið lengur … Hana, viltu ekki stinga þessu upp í þig, greyið mitt! Hann réttir mér kandísmola og það stærri en síðast, en ég stenst freistinguna og læt sem ég sjái ekki sælgætið. – Af baki með þig, greppitrýni, þú misnotar góðvild mína! Ég verð að flýta mér úteftir, skilurðu það ekki! Ég er orðinn bálreiður. Karlskömmin bara situr sem fastast. Ég þykist sjá að ekki dugi annað en beita brögðum og datt mér nú í hug örþrifaráð, undirförult. – Viltu þá ekki að ég teymi undir þér? segi ég sakleysislega. – Það væri nú þægilegt, þakka þér fyrir, nú líkar mér við þig. Hann réttir mér tauminn hýr í framan. Ég teymi nú hestinn með hinum ugglausa reiðmanni út að næsta grasbala, nem staðar, þríf í karlinn af öllum kröftum og hrópa: – Nú skaltu hypja þig af baki, frekju helvítið! Tók á því sem ég átti til og velti honum af hestinum. Karlfólið var alveg óviðbúinn þessari fólskulegu árás, hafði hvorki ráðrúm né getu til að veita nokkurt viðnám, æpti á hjálp í ofboði um leið og hann féll niður í grasið. Í fátinu missti hann pokann og þar sem flausturslega hafði verið fyrir hann bundið hvolfdist nokkuð af pjönkum karls úr honum. Sá gamli stóð furðufljótt upp, bölvandi og ragnandi. Er hann hafði ausið yfir mig formælingum og hótað mér hefnd bætir hann við sjálfum sér til huggunar: – Það er þó Guðs mildi að ég er óbrotinn og blessuð flaskan heil. Ég hlæ að hótunum hans og segi: – Eigðu bölbænir þínar sjálfur! Þær hrína ekki á mér! Ég óttast hann ekki meir, mátt hans né megin. Við næstu þúfu vind ég mér á bak og Rauður þýtur af stað á harðastökki, leiður á þessu rangli. Ég var ákaflega hreykinn af því hve laglega mér hafði tekist að leika á þennan fylliraft og þegar ég leit glottandi um öxl sá ég hvar hann var að bjástra við að tína saman dót sitt og fá sér hressingu úr flöskunni þess á milli. Er Rauður hafði skokkað með mig um stund kem ég að litlum bæ. Roskin kona er ein að slá í hlaðvarpanum. Ég kasta á hana kveðju og spyr hvort ég sé ekki á réttri leið að Kirkjuvogi. Hún heilsar mér vingjarnlega og segir að ég hafi ratað rétta leið. Hún býður mér hressingu og þar sem ég er bæði þreyttur og þyrstur þigg ég boðið og fer af baki og sleppi fram af Rauð. Hún ber mér drykk út á hlað. – Hvað heitir þessi bær? spyr ég.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.