Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 58
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 58 TMM 2014 · 1 gífurlegra vinsælda lesenda, en yfirvöld, foreldrar, kennarar og kvenfélög voru ekki jafn hrifin. Eftir nokkur átök um ritskoðun áttu þessar sögur mjög undir högg að sækja og þá braust ofurhetjan fram á sjónarsviðið á ný. Höf- undar þeirra sagna hafa sjálfir orðið að goðsögnum, en það voru (aðallega) þeir Stan Lee og Jack Kirby sem fundu upp glás af glænýjum ofurhetjum. Þessar hetjur voru yngri en gullaldarliðið, og að mörgu leyti hversdagslegri, allavega þegar þær voru ekki í grímubúningunum sínum. Sem dæmi má nefna Spiderman, sem berst við að vinna fyrir sér sem fréttaljósmyndari, og X-mennina, sem eiga við unglingavandamál og fordóma að stríða.2 Thor er þó kannski ekki alveg hversdagslegur á þennan hátt; hann er, eftir alltsaman, guð. En hann hefur samt ákaflega mennsk einkenni (eins og goð til forna höfðu) því hann er heltekinn af hinum klassíska pabbakomlex. (Enn á ný sannar ödípusarkenning Freuds sig sem efniviður í sögufléttu.) Höf- undar Thors, Stan Lee og Jack Kirby3 fóru ákaflega frjálslega með norræna sagnaarfinn. Þannig er Loki Laufeyjarson, sem er aðalillmenni sagnanna, ekki bara fósturbróðir Thors heldur hefur kyn foreldra hans eitthvað farið á flakk, í heimi Marvel er Laufey faðir Loka og konungur, Fárbauti er drottning og móðir Loka.4 Á hinn bóginn er ýmsu í persónu Loka haldið, meðal annars því að hann getur skipt um ham og er alltaf til vandræða. Hamar Þórs leikur svo lykilhlutverk, en í krafti hans er Thor fleygur, sem gæti komið einhverjum trúarbragðafræðingum á óvart. Almennt séð hefur þótt heppilegt að hafa ofurhetjur ekki of jarðbundnar, þó vissulega noti þær mismunandi aðferðir við að takast á loft. Óðinn er að sjálfsögðu til staðar – annars væri pabbakomplexinn ekki mögu legur – og kona hans Frigg, en í kvikmyndunum er það hún sem kennir Loka galdur og hamskipti. Sif er persóna í sögunum, en þó ekki (framanaf) sem kona Thors heldur ein úr vinahóp hans. Í kvikmyndunum birtist hún sem svaka svöl og dáldið grimmúðleg bardagamær – en greinilega veik fyrir ljóshærða vöðvabúntinu.5 Hér ætla ég ekki að fara nákvæmlega í myndasögurnar, en þær eru enn að koma út og þótt Thor hafi ekki orðið að viðlíka stórstjörnu og Súperman og Spiderman hafa sögurnar um hann notið nokkuð stöðugra vinsælda. Þessar vinsældir birtast meðal annars í því að nú hafa verið gerðar um hann tvær bíómyndir, auk þess sem hann leikur stórt hlutverk í The Avengers, en hún fjallar um samnefndan hóp ofurhetja sem Thor hefur tilheyrt allt frá árinu 1963. Þór og Ödipus Árið 2002 heimsótti skoski myndasöguhöfundurinn Grant Morrison Ísland og fór meðal annars í viðtal í Kastljósi. Þar benti hann á ef fólk vildi fylgjast með því sem væri að gerast í (amerískum) kvikmyndum væri besta ráðið að lesa myndasögur, en á þessum tíma höfðu aðrar hetjur Silfuraldarinnar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.