Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 135
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2014 · 1 135
andstöðu sinni við fjölmörg atriði í
stjórnarskrárdrögum sem lágu fyrir
Alþingi, m.a. um persónukjör, veikingu
stjórnmálaflokka, styrkt hlutverk for-
sætisráðherra, stjórnarmyndanir og rík-
isráð. „Forsetinn kryddar þetta með því
að rifja upp þátttöku margra okkar, þar á
meðal hans sjálfs, í Samtökum her-
stöðvaandstæðinga … Þetta er niðursall-
andi hirting. Ríkisstjórnin er bókstaflega
flengd … Þetta er langlengsta talan sem
forseti hefur haldið á þeim ríkisráðs-
fundum sem ég hef setið … Forsætisráð-
herra svarar þessu án þess að nota stór
orð … Engum mín megin borðs getur
dulist af svipbrigðum formanns VG
hversu ósáttur hann er við ræðu forset-
ans. Hann tekur líka til máls og kveðst
líkt og forsætisráðherra ekki ætla í efnis-
lega umræðu um stjórnarskrána. Hann
finnur að því að mál af þessu tagi séu á
dagskrá ríkisráðs án þess að gert sé upp-
skátt um það fyrirfram. Stuttri ræðu
lýkur hann með því að áskilja sér rétt til
að leggja síðar efnislega bókun inn í
fundargerð ríkisráðs um tölu forsetans
og önnur samskipti sín við hann“ (bls.
377). Ólafur Ragnar hafði reyndar fyrr
útskýrt fyrir Össuri í einkasamtali and-
stöðu sína við ýmsar hugmyndir stjórn-
lagaráðs; þær „feli í sér stjórnkerfi sem
aldrei hafi nokkurs staðar á byggðu bóli,
alla vega ekki á Vesturlöndum, verið
mátuð við veruleikann.“ Hann telji
„stjórnarskrármálið komið í ógöngur og
óðs manns æði að ljúka nýrri stjórnar-
skrá í algjöru ósætti“ (bls. 361).
Greining Össurar á kosningabaráttu
Ólafs Ragnars fyrir forsetakosningarnar
2012 er afar athyglisverð, en skoðana-
kannanir bentu í fyrstu til þess að Þóra
Arnórsdóttir hefði mun meira fylgi en
forsetinn. Ólafur hóf kosningabaráttu
sína með viðtali á Sprengisandi. Össur
hlustar á viðtalið í ráðherrabílnum á leið
suður á Keflavíkurflugvöll: „Forsetinn
bombarderar í allar áttir. Hann gerir
lítið úr Þóru Arnórsdóttur, segir forsæt-
isráðherra í leiðöngrum á móti sér, ásak-
ar Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmann
hennar, um að hafa leitað logandi ljósi að
frambjóðanda gegn sér – og klínir því
öllu á Jóhönnu Sigurðardóttur. Sakar
Svavar Halldórsson, eiginmann Þóru,
um að hafa misnotað stöðu sína hjá RÚV
til að skapa af sér neikvæða ímynd …
Þetta er úthugsuð pólitísk klasasprengja.
Íslendingar hafa aldrei heyrt slíka ræðu
áður – allra síst af vörum forseta. Ólafur
Ragnar er augljóslega að brjóta sig úr
stöðu sem hann telur læsta og erfiða.
Hann stillir sér upp sem manni fólksins
á móti óvinsælli ríkisstjórn. Hjólar sér-
staklega í forsætisráðherra og Þóru sem
liggur á sænginni. Útspilið er djarft en
gæti líka falið í sér mikinn háska. Hann
gæti fengið allar konur Íslands á móti
sér“ (bls. 153). Össur rifjar þessa grein-
ingu upp við Ólaf Ragnar í símtali rétt
eftir forsetakosningarnar, þar sem þeir
ræða líka stjórnarskrármálið – og forset-
inn segir „að þetta sé ekki óvitlaus ana-
lýsa“ [svo!] (bls. 215–16, sjá einnig bls.
158–59 og 221–23). Reyndar eru í bók-
inni margar frásagnir af einkasamtölum
Össurar og Ólafs Ragnars, þar sem þessir
gömlu stjórnmálarefir kryfja á kaldrifj-
aðan og skarpan hátt stjórnmálaveru-
leika samtímans.
Steingrímur og Össur ræða báðir um
innanflokksátök í Vinstri grænum og
Samfylkingu. Steingrímur lýsir vel
þekktum átökum innan VG í heilum
kafla (bls. 197–209), m.a. stormasömum
samskiptum við Ögmund Jónasson.
Hann er fremur umtalsfrómur um flesta
andstæðinga sína innan flokksins – en
hefur bersýnilega gaman af að segja um
Jón Bjarnason, Atla Gíslason og Bjarna
Harðarson að helsta uppskera framboðs
þeirra 2013, Regnbogans, hafi verið að
fella eindreginn ESB-andstæðing úr