Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 1 135 andstöðu sinni við fjölmörg atriði í stjórnarskrárdrögum sem lágu fyrir Alþingi, m.a. um persónukjör, veikingu stjórnmálaflokka, styrkt hlutverk for- sætisráðherra, stjórnarmyndanir og rík- isráð. „Forsetinn kryddar þetta með því að rifja upp þátttöku margra okkar, þar á meðal hans sjálfs, í Samtökum her- stöðvaandstæðinga … Þetta er niðursall- andi hirting. Ríkisstjórnin er bókstaflega flengd … Þetta er langlengsta talan sem forseti hefur haldið á þeim ríkisráðs- fundum sem ég hef setið … Forsætisráð- herra svarar þessu án þess að nota stór orð … Engum mín megin borðs getur dulist af svipbrigðum formanns VG hversu ósáttur hann er við ræðu forset- ans. Hann tekur líka til máls og kveðst líkt og forsætisráðherra ekki ætla í efnis- lega umræðu um stjórnarskrána. Hann finnur að því að mál af þessu tagi séu á dagskrá ríkisráðs án þess að gert sé upp- skátt um það fyrirfram. Stuttri ræðu lýkur hann með því að áskilja sér rétt til að leggja síðar efnislega bókun inn í fundargerð ríkisráðs um tölu forsetans og önnur samskipti sín við hann“ (bls. 377). Ólafur Ragnar hafði reyndar fyrr útskýrt fyrir Össuri í einkasamtali and- stöðu sína við ýmsar hugmyndir stjórn- lagaráðs; þær „feli í sér stjórnkerfi sem aldrei hafi nokkurs staðar á byggðu bóli, alla vega ekki á Vesturlöndum, verið mátuð við veruleikann.“ Hann telji „stjórnarskrármálið komið í ógöngur og óðs manns æði að ljúka nýrri stjórnar- skrá í algjöru ósætti“ (bls. 361). Greining Össurar á kosningabaráttu Ólafs Ragnars fyrir forsetakosningarnar 2012 er afar athyglisverð, en skoðana- kannanir bentu í fyrstu til þess að Þóra Arnórsdóttir hefði mun meira fylgi en forsetinn. Ólafur hóf kosningabaráttu sína með viðtali á Sprengisandi. Össur hlustar á viðtalið í ráðherrabílnum á leið suður á Keflavíkurflugvöll: „Forsetinn bombarderar í allar áttir. Hann gerir lítið úr Þóru Arnórsdóttur, segir forsæt- isráðherra í leiðöngrum á móti sér, ásak- ar Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmann hennar, um að hafa leitað logandi ljósi að frambjóðanda gegn sér – og klínir því öllu á Jóhönnu Sigurðardóttur. Sakar Svavar Halldórsson, eiginmann Þóru, um að hafa misnotað stöðu sína hjá RÚV til að skapa af sér neikvæða ímynd … Þetta er úthugsuð pólitísk klasasprengja. Íslendingar hafa aldrei heyrt slíka ræðu áður – allra síst af vörum forseta. Ólafur Ragnar er augljóslega að brjóta sig úr stöðu sem hann telur læsta og erfiða. Hann stillir sér upp sem manni fólksins á móti óvinsælli ríkisstjórn. Hjólar sér- staklega í forsætisráðherra og Þóru sem liggur á sænginni. Útspilið er djarft en gæti líka falið í sér mikinn háska. Hann gæti fengið allar konur Íslands á móti sér“ (bls. 153). Össur rifjar þessa grein- ingu upp við Ólaf Ragnar í símtali rétt eftir forsetakosningarnar, þar sem þeir ræða líka stjórnarskrármálið – og forset- inn segir „að þetta sé ekki óvitlaus ana- lýsa“ [svo!] (bls. 215–16, sjá einnig bls. 158–59 og 221–23). Reyndar eru í bók- inni margar frásagnir af einkasamtölum Össurar og Ólafs Ragnars, þar sem þessir gömlu stjórnmálarefir kryfja á kaldrifj- aðan og skarpan hátt stjórnmálaveru- leika samtímans. Steingrímur og Össur ræða báðir um innanflokksátök í Vinstri grænum og Samfylkingu. Steingrímur lýsir vel þekktum átökum innan VG í heilum kafla (bls. 197–209), m.a. stormasömum samskiptum við Ögmund Jónasson. Hann er fremur umtalsfrómur um flesta andstæðinga sína innan flokksins – en hefur bersýnilega gaman af að segja um Jón Bjarnason, Atla Gíslason og Bjarna Harðarson að helsta uppskera framboðs þeirra 2013, Regnbogans, hafi verið að fella eindreginn ESB-andstæðing úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.