Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 28
H a n n e s L á r u s s o n 28 TMM 2014 · 1 gulleitum, rauðbrúnum, brúnum og írauðum litum í leirblönduðum jarðvegi yfir í grásvartar æðar af eldfjallaösku í torfhnausum stungnum á gos- svæðum landsins. Í grjótinu eru litbrigði gráa litarins frá ljósgráu yfir í svar- grátt. Áferð á bergi kallar fram mismunandi áhrif ljóss og skugga eftir gerð yfirborðs þess, hvort sem um er að ræða slétt blágrýti, blöðrótt hraun eða sendið móberg. Í grjóti brjótast fram margvísleg litbrigði vegna útfellinga, efnahvarfa og veðrunar; hvítir dropar í holufyllingum, rauðleitar járn útfell- ingar, slípað og ávalt yfirborð vegna ágangs jökla, vatns og sjávar. Á grjóti finna marglitir mosar og skófir sér gjarnan sæti. Áferð byggingarefna er lykilþáttur í upplifun húsrýma. Væri ekki full ástæða til að varðveita hús af þeirri ástæðu einni að veggir þess voru hlaðnir úr sæbörðum hraunkólfum? Þar sem ekki er grábrúnn viðarlitur á göflum eru þeir tjargaðir með koks- brúnni viðartjöru steyptir gaflar og bárujárnsþil eru ljósgrá eða ljósgul. Að innanverðu eru engir fletir málaðir nema panell í stofuhúsum sem stundum er málaður með línoleumlitum í klassískum litaskala, gjarnan grábláum, en loft, gerefti og listar hvítir, er þar komin bláa stofan, táknrænt spariafdrep fyrir hámenningu evrópsks aðals og borgarastéttar. Í mörgum húsum sér í hlaðna veggi að baki óklæddri húsgrind. Í járnaldarrjáfri hlóðaeldhússins hefur taðreykurinn skilið eftir ummerki í sótsvörtu tróði á leið sinni upp um strompinn. Inn í þessa litaflóru bætist síðan snjór og ís. Það ætti ekki að koma á óvart að líklega líður íslenska bænum aldrei betur en þegar hann er vafinn inn í vetrarteppið. Að bænum liðast heimreiðin þar til traðir innan garðveggja taka við. Svo kemur hlaðið og á aðra hönd varpinn, þá umluktur kálgarður og blómagarður, stígur að brunni í túnfæti og fjær framtúnið innan grænna veggja. Stétt meðfram húsum, varinhellur fyrir dyrum, sú stærsta við bæjar- dyrnar; enginn bær, ekkert hús er fullbyggt nema dyrahella sé úti fyrir dyrum. Við sjóndeildarhringinn eyktamörk sem varða gang sólar og festa tímann við landið og landið við bæinn: Miðmorgunsrimi, Nónsteinn, Nátt- málahnúkur. Ef spunninn er áfram þráðurinn birtist mynd sem sýnir bæinn og umhverfi hans þar sem orðin eru fest við byggingarnar og jörðina; varpi, sund, rjáfur, skjár og skjól, ufsahella og gáttatorfa, tóft, halakekkir, snidda, strengur, torfusnepill, grútarlampi, hlóðir, rúmstokkur og stafgólf … bærinn á sér samastað og athvarf inni í værðarvoð tungumálsins. Stór yfirlitsmynd sem sýnir dæmigerðan bæ með öllu sem honum fylgir ásamt viðeigandi orðaforða og hugtökum sviðsetur þessa veröld, og tengir um leið tungumálið og myndmálið, orðið við augað. Bæjartorfan, húsaþorpið og útihúsin; bæjarhóllinn. Samofin lifandi heild, þrívíddarskilningur og efniskennd sem þroskast hefur í mörg hundruð ára búsetu í landinu og tekið breytingum í samræmi við náttúrufar og tíðaranda en samt haldið sínu striki, eitt fágaðasta framlag norðurhjarans til landmót- unar og náttúrulegrar aðlögunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.