Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 36
36 TMM 2014 · 1 Erla Þórdís Jónsdóttir Sendur með svipu Í járnskápnum fann ég þrjár smásögur eftir móður mína. Eina gat ég lagað að eigin stíl og fellt inn í Stúlku með maga, heimsókn Erlu lítillar á Landspítalann þegar hún áttaði sig á kynlífinu og látnum systkinum. Hinar tvær sögurnar urðu gúlpar sem lentu í skærum við vinnslu bókarinnar. Hér er önnur … ég fiktaði lítið við textann. Mamma las hana í útvarpið 1950. – Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir Það er vistlegt hérna í stofunni hjá Línu og Bjarna. Vafningsjurtin vex upp eftir þilinu og með loftlistunum með ævintýrablæ. Gömlu myndirnar á kommóðunni eru gluggar að horfnum heimi, lágar dyr í lítil hús með himin- víddir. Lína er að hella á könnuna frammi í litla eldhúsinu og ilminn leggur inn í stofuna. Hún er búin að leggja á borð fyrir okkur þrjú. Bjarni situr í körfu- stólnum sínum við borðið á móti mér. Hann er lotinn og hrumur, kominn fast að níræðu. Samt er minnið gott, lundin létt og ljómi í augum. Lína kemur með könnuna og hellir í bollana. – Viltu ekki segja mér einhverja sögu af sjálfum þér, Bjarni? spyr ég. – Þú hlýtur að hafa lent í ævintýrum í æsku. Þetta þykir honum heimskuleg athugasemd. – Það var nú ekkert ævintýralegt að lifa í þá daga, elskan mín. Eilíft strit til sjós og lands. – En þú hlýtur að hafa frá mörgu að segja, ég sé það á hrukkunum á enn- inu á þér, haha! – Jaaa, maður hefur nú lent í ýmsu, segir hann og hlær með mér. Augun leiftra meðan hann flettir upp í minninu. – Kannski ég segi þér frá því þegar ég var sendur með svipuna … það var sumarið þegar ég var á ellefta árinu. – Það hefur þá verið 1871, ári eftir að afi var sendur burt á Álftanes, gríp ég fram í og sé hann fyrir mér í heimaunnum ullarfötum með sauðskinnsskó á fótum. Hann er horfinn inn í söguna: Koparsmiður í Vogunum sendi mig með svipu, vandaðan grip, silfurbúinn, til Gunnars stórbónda í Kirkjuvogi. Þangað var um þriggja tíma gangur yfir Hafnaheiði. Ég hafði aldrei fyrr farið einn svo langa leið og var ekki laus við kvíða. Laust eftir hádegi lagði ég af stað ríðandi á Rauð hennar mömmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.