Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 20
H a n n e s L á r u s s o n
20 TMM 2014 · 1
lengd var staðlað viðmið, oftast í kringum 174 cm með lítilsháttar frávikum.
Oft er talað um að stafgólf sé um þrjár álnir. Dönsk alin sem er 62,7 cm var
lögbundin frá 1776 til 1910, en var í notkun fram eftir tuttugustu öldinni
sem lengdareining. Þegar mörkuð var rúmlengd í baðstofum virðast menn
þó jafnan hafa haldið sig við eldri mælieiningu, þýska/íslenska alin eða svo
kallaða Hamborgaralin, en uppruna hennar má rekja til samskipta lands-
manna við þýska Hansakaupmenn á 15. og 16. öld. Sú mælieining var 57,8
cm og virðist oft hafa verið notuð samhliða þeirri dönsku fram eftir 19. öld.
Rúmlengd eða stafgólf í baðstofunni er því yfirleitt þrjár Hamborgarálnir, 3
x 57,8 cm eða um 174 cm.4 Í flestum tilfellum virðast önnur húsmál innan
húsatorfu bæjarins grundvölluð á dönsku alininni sem aftur er tvö fet, en í
einum faðmi eru þrjár álnir.
Þegar kemur að breidd rúmanna eru þau oft ríflega 90 cm og gólfbil milli
rúma hæfilegt, kringum 130 cm, svo þar megi mætast án vandkvæða og
koma megi fyrir lausu borði, eins og fyrr segir. Breidd baðstofunnar er þá
um 315 cm eða 5 danskar álnir. Dæmi eru um að tvö rúm sem komið er fyrir
undir gafli baðstofunnar marki breidd hennar sem verður þá um 350 cm eða
nálægt 5,5 dönskum álnum. Koma þarf hurð eða stigagati fyrir. Innganga
í baðstofu er oftast í enda hennar fyrir aftan rúmlengjurnar eða miðlægt,
Húslestur í íslenskri baðstofu. August Heinrich Georg Schiött, olíumálverk, 1861.
Þjóðms. Ísl.