Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 119
Áva r p TMM 2014 · 1 119 því, að hraði í hringrás efna í andrúmslofti hefði lítið breyst frá dögum Haralds hár- fagra og forföður okkar allra, Ragnari loðbrók. Nú hlýnar lofthjúpur jarðar stöðugt, haf súrnar, jöklar og hafísþekjur bráðna hratt. Jöklafræði hefur orðið æ mikilvægari fræðigrein, eftir því sem liðið hefur á starfsævi mína, og þeir sem taka við mínum störfum sjá væntanlega enn hraðari breytingu í umhverfi og samfélagi en ég hef gert. Það kann að vera gaman að vera Íslendingur, – á Íslandi – atast í öllu. Íslenskur vísindamaður veit allnokkuð um margt, en verður seint heimsmeistari á þröngu sviði. Ég reyndi þó að halda mig við afmarkað fræðasvið, – jökla. Í upphafi starfsfer- ils míns þótti mörgum það eitt vera of þröngt starfssvið fyrir jarðvísindamann á Íslandi. Ég hef reynt að vera raunsær á eigin hæfileika eða getu. Frumleiki minn var ekki annar en að hugsa það, sem átti við á hverjum tíma. Styrkur minn sem vísindamaður hefur verið nokkurt vantraust á eigin verkum; tortryggni á eigin niðurstöður hefur ýtt á mig að gera æ betur.– Með aldrinum hef ég náð sjálfstrausti þingeyskra forfeðra minna, sem töldu sig geta gert margt jafnvel og aðrir, – þó aldrei betur. Tilviljanir og heppni reyndust mér vel, og ég hef verið fleira en faðir minn í mér, – en ég tel, að lífsbraut mín hafi ákvarðast fyrst og fremst af uppruna og uppvexti. Hæfileikar réðu þar ekki úrslitum. Að flestum þeim verkefnum, sem ég hef unnið að síðastliðna þrjá áratugi, hafa margir komið. Ég er orðinn elstur þeirra og get fagnað, að yngri menn halda nú áfram því, sem ég kem ekki í verk. Ég gleðst yfir virðingu, sem jöklafræði nýtur núna – glaciologian, fræðin um ís í öllum myndum, í allri cryosferunni. Ég tel viður- kenningu Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright mesta heiður, sem vísinda- manni er sýndur hér á landi, bæði vegna þess að henni er ætlað að hvetja Íslendinga til vísindarannsókna á öllum fræðasviðum og vegna þeirra, sem hana hafa hlotið. Mér þykir vænt um að sjá, að störf mín eru vel metin, og ég mun vinna að því að reynast traustsins verður. Þetta eru mér einnig hvatningarverðlaun. Ég þakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.