Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 98
S i l j a A ð a l s t e i n s d ó t t i r
98 TMM 2014 · 1
var ekki mikill missir. Ingvar E. Sigurðsson fékk þó að skína í aðalhlut-
verkinu, drekka sig út úr og sýna hörmulegar afleiðingar áfengisneyslunnar.
Listilegir taktar hans í þessu áttu áreiðanlega stærsta þáttinn í velgengni
sýningarinnar.
Á sviðinu í Jeppa (eftir Gretar Reynisson) var geysimikið hamsturshjól
sem nýttist á ýmsa vegu í sýningunni. Þar gerðist líka eftirminnilegasta
atriði sýningarinnar þegar Jeppa veslingnum var fleygt upp á hjólið og því
snúið þannig að hann þeyttist um, fram og aftur, upp og niður. Mér var
hreinlega orðið bumbult þegar ég fattaði loksins að þetta var ekki Ingvar,
guði sé lof, heldur eftirmynd hans úr tuskum! Kostulegt atriði.
Ein fyrsta sýning ársins var á Hjartaspöðum í Gaflaraleikhúsinu í
Hafnarfirði. Afar skemmtileg sýning hjá Skýjasmiðjunni, leikin af grímu-
klæddum leikurum alveg án orða undir stjórn Ágústu Skúladóttur. Sagan er
sígild, snýst um eina konu og tvo karla sem elska hana og þrá, en ýmislegt
varð til þess að bjarga verkinu frá klisjunum. Grímurnar gerðu sitt auðvitað
en ekki síður það að verkið gerist á elliheimili og trekanturinn er vistmenn
á því. Leikararnir voru allir ungir, Orri Huginn Ágústsson, Stefán Benedikt
Vilhjálmsson og Aldís Davíðsdóttir sem einnig hannaði grímurnar góðu,
en þau sýndu aldurinn með sannfærandi látbragði og tókst jafnvel að láta
grímurnar sýna hin fjölbreyttustu svipbrigði þó að þær væru úr hörðu efni
og hefðu ekki átt að birta nokkrar innri tilfinningar persónanna.
Og af því Gaflaraleikhúsið er til umræðu má ég til með að nefna (þó að þar
hafi ekki verið atvinnuleikarar að verki) að unglingar og þeirra líf var líka til
umræðu þar í fantagóðu stykki eftir tvo ekta unglinga, Arnar Björnsson og
Óla Gunnar Gunnarsson, leikið af þeim sjálfum undir stjórn móður annars
þeirra, Bjarkar Jakobsdóttur leikkonu.
Gaman var líka að sýningu Nemendaleikhússins á Draumi á Jóns-
messunótt eftir Shakespeare sem Stefán Jónsson stýrði. Þetta er eitt þeirra
verka sem maður verður aldrei leiður á, hversu oft sem það er sett upp. En
sérstaklega er gaman að sjá það í meðförum ungs fólks eins og í þetta sinn;
það er svo fullt af ungri orku, ást og ástarþrá, hrekkjum, bulli og djöfulskap!
Síðla árs sýndi Þjóðleikhúsið í Kassanum Pollock eftir Stephen Sachs þar
sem Hilmir Snær Guðnason stýrði Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Pálma Gests-
syni í alveg prýðilegri sýningu um Maude sem býr í hjólhýsi en hefur kannski
glæpst á að kaupa málverk eftir Jackson Pollock. Þess vegna hóar hún í list-
fræðinginn Lionel og biður hann að skera úr um málið. Það var augljóst hvað
þau Ólafía og Pálmi nutu þess að leika þennan bitastæða texta í slíku návígi
við áhorfendur og þau slógu heldur hvergi af, hvorki í rifrildum sínum né
áflogum. Við fáum aldrei beinar upplýsingar um að málverkið sem allt snýst
um sé eftir Jackson Pollock. Mér fannst fyrst á eftir að listfræðingurinn hefði
játað það óbeint með því að hindra Maude í að skera málverkið í ræmur, en
auðvitað þarf það ekki að vera. Það nægir að hann sé í vafa.
Jólasýning Þjóðleikhússins var um það bil tvö þúsund og fimmhundruð