Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 51
TMM 2014 · 1 51
Ólafur Gunnarsson
Tjaldaður skáli
Nokkur orð um merkilegt skeið í
myndlist Sigurðar Örlygssonar
Sigurður Örlygsson hefur sagt svo frá uppvexti sínum:
„Þann 28. júlí 1946 fæddist ég í Hafrafelli við Múlaveg í Reykjavík,
sonur hjón anna Örlygs Sigurðssonar listmálara og unnar Eiríksdóttur. Í
Laugardalnum var ég búsettur allt til ársins 1971. Á heimilinu bjó ennfremur
afasystir mín Malín Ágústa Hjartardóttir, en hún hafði byggt húsið ásamt
manni sínum Sigurgeiri Friðrikssyni. Malín bjó í torfbæ, sem kallaður var
Malínbær og var rétt við Hafrafell.
Ég ólst upp í talsverðri einangrun í Laugardalnum. Ég átti enga nána vini
og lék mér oftast einn í skóginum og hágresinu í grenndinni. Oft voru haldnar
skrautlegar veislur í húsinu. Ég var dapur eftir gleðskap hinna fullorðnu, en
leitaði mér huggunar með því að hverfa inn í heim ævintýranna, ég fór á bíó
og sökkti mér niður í bækur, myndablöð og sögurnar, sem Malín afasystir mín
sagði mér eða las fyrir mig. Ég bókstaflega hvarf inn í þessa veröld. Ég teiknaði
líka og málaði þennan ævintýraheim, sem ég lifði og hrærðist í.
Árið 1950 byggði faðir minn vinnustofu á lóðinni. Pabbi málaði mörg
portrett og ég horfði oft upp á hann mála uppáklædda fyrirmenn. 1953
stofnaði móðir mín verslunina Storkinn á Grettisgötu 3. Ég byrjaði í
Laugarnesskóla. Ég var mjög í andstöðu við skólann og ósamvinnuþýður,
enda hafði ég eingöngu gaman af teikni- og smíðatímum. Ég labbaði yfir-
leitt í skólann. Leiðin þangað var löng og dimm og aðeins tveir ljósastaurar.
Myrkrið og einsemdin hreyfðu við hugmyndarfluginu, samt var ég aldrei
hræddur. Ég byrjaði að skoða listaverkabækur föður míns og hreifst mjög af
endurreisnartímabilinu, impressíonismanum og Picasso. 1962 varð ég upp-
tekinn af sögu Reykjavíkur og sökkti mér niður í bækur Árna Óla og Jóns
Helgasonur. Ég smíðaði lítið módel af miðbæ Reykjavíkur eins og hann leit
út árið 1874.“
Sigurður var því ekki gamall þegar hann fór ótroðnar slóðir og birtist
við hann viðtal í Lesbók Morgunblaðsins í tilefni af þessari smíði. Og stuttu
síðar er enn ástæða til þess að taka viðtal. Nokkrir strákar brutust inn á
vinnustofuna þar sem líkanið var geymt og kveiktu í því. Einu húsi hlífðu
þeir þó og mest fyrir þær sakir hvað þeim þótti það furðulegt hús; Dóm-
kirkjunni í Reykjavík. Og þremur árum síðar, 1967, brann vinnustofa föður