Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 99
Á r e n g l a n n a o g o f u r f ó s t r u n n a r TMM 2014 · 1 99 ára gamanleikur, Þingkonurnar eftir Aristofanes. Maður skildi nú alveg eftir sýninguna hvers vegna þessi leikur er ekki sífellt á leiksviðum heimsins, hann er eiginlega einþáttungur, rennur út í sandinn eftir góðan upptakt. En það var margt geysiskemmtilega gert í uppsetningu Benedikts Erlingssonar og þýðing Kristjáns Árnasonar var alveg dásamleg. Þrjár fínar barnasýningar eiga líka heima meðal gamanleikja þótt efni þeirra allra sé blanda af gamni og alvöru. Barnastórsýning Þjóðleikhússins var á Óvitum, rúmlega þrítugu leikriti Guðrúnar Helgadóttur um Finn sem strýkur að heiman og fær að fela sig hjá Guðmundi skólabróður sínum. Gunnar Helgason setti upp skrautlega og stílfærða útgáfu af þessum gamal- kunna leik sem börnin kunnu vel að meta. Í Þjóðleikhúskjallaranum sýndi leikhópurinn Soðið svið leikritið Hættuför í Huliðsdal eftir Sölku Guðmundsdóttur undir stjórn Hörpu Arnardóttur, fyndið og fjörugt leikrit um stúlkuna Eyju sem þarf að bjarga afa sínum úr klóm illrar álfadrottningar. Sviðslistamennirnir gerðu algert kraftaverk í þessu litla rými, bjuggu til sannkallaða ævintýraveröld. Og leikararnir létu sig ekki muna um að leika mörg hlutverk til að ævintýrapersónurnar kæmust allar til skila. Salka er fjarskalega orðheppinn og fyndinn höfundur eins og þeir vita sem sáu Súldarsker í Tjarnarbíói fyrir þremur árum. Það kom sömuleiðis vel fram í hennar hluta af Núna í Borgarleikhúsinu, einþátt- ungnum Svona er það þá að vera þögnin í hópnum, þó að efni hans væri vissulega ekkert hlægilegt. uppi á efsta lofti í Þjóðleikhúsinu var líka leikið fyrir börnin. Þar hefur Bernd Ogrodnik brúðuleikstjóri sest að og frumsýndi í haust leikgerð sína af sögunni um Aladdín og töfralampann. Sýningin var svo falleg að maður fékk ofbirtu í augun og mátti ekki á milli sjá hvorir voru hrifnari, hinir full- orðnu eða börnin. Harmsögur Leikhúsgrímurnar eru tvær, önnur hlæjandi, hin með skeifu, og harmsögur voru nokkrar sagðar á sviðinu á árinu. Ein sýningin hét meira að segja Harmsaga, tvíleikur eftir Mikael Torfason sem var sýndur í Kassanum. Leikararnir voru bráðungir, Snorri Engilbertsson og Elma Stefanía Ágústs- dóttir sem útskrifaðist úr LHÍ sl. vor. Leikritið segir einfalda sögu um ung hjón sem geta ekki fundið færa leið saman í lífinu og hún endar á versta veg. Textinn var þjáll en mjög stuttur, varla nema hálftímalangur eða svo ef vel hefði verið haldið á spöðunum. En úr þessari einföldu sögu og stutta texta gerði una Þorleifsdóttir leikstjóri áhrifamikla sýningu í fullri lengd (þó án hlés) með góðri aðstoð sviðshönnuðarins Evu Signýjar Berger og annarra listamanna sem komu að uppsetningunni. Sýningin varð sterk heild þar sem list leikhússins skapaði þann undirtexta sem ekki var augljós í textanum. Karma fyrir fugla eftir Kristínu Eiríksdóttur og Kari Ósk Grétudóttur sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.