Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 44
J ó n Ó s k a r S ó l n e s 44 TMM 2014 · 1 Sigiriya. Ferðamennska hafði dvínað mjög á þessu svæði vegna nálægðar við yfirráðasvæði Tamílatígra. Eftir vopnahléið 2002 fór hins vegar í hönd mikill uppgangstími í ferðaþjónustu enda voru átök sem hægt væri að nefna alvarlegt brot á vopnahléinu fátíð á þessum slóðum. Það tók um fjórar klukkustundir að aka frá höfuðborginni Colombo til Anuradhapura og var umferðin einatt mikil og fjölskrúðug. Þar ægði í raun og veru öllu saman, en hættulegustu og ósvífnustu farartækin voru langferðabílarnir, kjaftfullir af fólki með pinkla sína og pjönkur. Rútubílstjórarnir voru yfirleitt ungir menn í akkorðsvinnu, þeim mun hraðar sem þeim tókst að aka milli staða þeim mun betur var þeim borgað. Afleiðingin varð sú að þeir skeyttu engu um aðra umferð, héldu sig á miðjum vegi og þegar birtist rúta framundan var ekkert annað að gera en að koma sér eins langt út í vegarkant og auðið var. Á stundum gerðist það að rúturnar óku yfir fólk í skeytingarleysi, oftast voru það eldri og svifaseinni fótgangandi vegfarendur sem náðu ekki að forða sér, eða börn sem áttuðu sig ekki á hættunni. Slíkur hörmulegur endir á hraðakstrinum gat haft í för með sér hrikalegar afleiðingar fyrir rútubíl- stjórann. Ófáar sögur birtust í blöðum af voðalegum uppákomum þar sem banaslys hafði leitt til uppþota viðstaddra og mörg dæmi voru á Srí Lanka um að rútubílstjórar væru hreinlega dregnir af trylltum múgnum út úr lang- ferðabílum sínum skammt frá slysstað og gengið í skrokk á þeim. Í verstu tilvikum voru þeir jafnvel grýttir eða skornir til ólífis. Fjórhjólajeppar lögreglu, hers og hjálparstofnana voru næstir í gogg- unarröðinni, síðan komu traktorar, því næst þríhjólabílar, þar á eftir naut- gripir, hundar og önnur dýr, en minnstan rétt virtust fótgangandi eiga, sama og engan. undir kvöld var reyndar hættulegt að vera á ferð inni í miðju landi vegna fíla sem gengu stundum makindalega yfir veginn og sáust frekar illa í rökkrinu. Árekstur við fíl var ávísun á dauða beggja, bílstjórans og skepnunnar. *** Við Anuradhapura eru mörg stórfengleg búddhahof og risavaxnar búddha- styttur prýða fjallshlíðar víða. Norður af borginni fer heldur að draga úr umferð en þaðan er einn og hálfur tími til Vavuniya. Norræna friðargæslu- liðið hafði svæðisskrifstofu í Vavuniya sem er bær svo að segja í miðjum frumskógi. Landher Srí Lanka hafði þar mikinn mannfjölda og viðbúnað enda skammt í víglínuna norður í Omahai. Í Vavuniya var líka öflug bæki- stöð flughersins en þaðan var reglulega flogið ómönnuðum njósnavélum til að kanna hugsanleg skotmörk og liðssöfnuð Tamílatígra norður í Vanní. Þrátt fyrir miklar bækistöðvar stjórnarherjanna í Vavunyia var stundum sagt að þeir réðu í raun aðeins ferðinni á daginn, eftir myrkur tækju liðs- menn Tamílatígra við stjórn og færu sínu fram. Þótt öðru væri haldið fram af stjórnvöldum á Srí Lanka sýndust Tamílar vera í meirihluta íbúa í Vavuniya,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.