Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 5
TMM 2014 · 1 5 Svanhildur Óskarsdóttir Áttu eld? Hugleiðingar í lok afmælisárs Árna Magnússonar1 Í Þjóðleikhúsið að kvöldi 13. nóvember síðastliðinn safnaðist skari – með Margréti Þórhildi Danadrottningu í broddi fylkingar – til þess að halda upp á Árna Magnússon handritasafnara. Samkoman var síðasti liðurinn í allviðamiklu afmælishaldi; tilefnið að þennan dag voru liðin 350 ár frá því að Árni fæddist vestur í Dölum. Að baki afmælishátíðinni, sem náði yfir lungann úr árinu, stóð fámennt lið stofnunarinnar sem ber nafn Árna og hafði ekki stuðning af auglýsingastofum, ímyndarsmiðum og áróðursmeist- urum. Einhverjum kann að finnast fréttnæmt á vorum dögum að það starfar ekki einu sinni kynningarstjóri á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún er fjársvelt eins og ýmsar aðrar stofnanir, og hefur verið það lengi. Á stjórnsýslusviði hennar – semsé í skrifstofuhaldinu og allri umsýslu – eru tæplega tvö stöðugildi. Minna en tveir starfsmenn. Afmælisár Árna Magnússonar varð okkur starfsmönnum „hans“ tækifæri til þess að láta í okkur heyra, að freista þess að minna landsmenn á það hlut- verk sem stofnunin á að gegna – en getur ekki rækt sómasamlega. Mest bar e.t.v. á handritasviðinu á árinu vegna safns Árna en innan stofnunarinnar eru önnur merk söfn og þar eru stundaðar nútímalegar rannsóknir, til dæmis í orðfræði, máltækni og þjóðfræði svo einungis fátt sé talið. Kannski kemur þetta einhverjum á óvart; það getur verið að myndin sem landsmenn gera sér af Árnastofnun sé af fáeinum grúskurum sem rýni í gulnuð blöð en hafi ekki mikil tengsl við umheiminn. Í reyndinni er hún kjarnastofnun í rannsóknum á breiðu sviði íslenskra fræða og til hennar sækja ekki bara Íslendingar heldur fræðimenn víða að úr heiminum. Sjálf starfa ég á hand- ritasviðinu og flest það sem ég segi hér á eftir er tengt handritunum – en þau má skoða sem hluta fyrir heild: margt af því sem á við um handritasvið má yfirfæra á önnur svið og á stofnunina í heild. Afmælishaldið á liðnu ári gekk vel og í árslok gátum við litið ánægð um öxl, okkur hafði tekist að vekja athygli á arfi Árna og við þóttumst nokkuð viss um að landsmenn væru almennt fróðari en áður um inntak hans og gildi. En sé skyggnst víðar yfir sviðið er útlitið samt ekki bjart. Á afmælisári Árna var handritasýningunni sem verið hefur í Þjóðmenningarhúsinu lokað. Þá var jafnframt tekin ákvörðun um að stöðva allar framkvæmdir við nýja byggingu sem á að hýsa stofnunina ásamt hluta íslensku- og menningar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.