Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 128
D ó m a r u m b æ k u r 128 TMM 2014 · 1 myndastofunni, þá tóku þeir sér oftlega til fyrirmyndar mannamyndir helstu portrettmálara 19. aldar í Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku. Er það ekki undursamlegur vitnisburður um sam- hengi sjónlistasögunnar þegar ljósmynd af norðlenskri bóndakonu endurspeglar frægt portrettmálverk eftir Ingres af prinsessunni af Broglie (1853)? Sömu- leiðis bendir ýmislegt til þess að lands- lagsljósmyndarar á borð við Sigfús Eymundsson hafi haft áhrif á vinnu- brögð frumherja okkar í myndlist. Og er þá komið að eiginlegu tilefni þessarar greinar, nýrri bók Ingu Láru, „Sigfús Eymundsson, Myndasmiður“, sem Þjóðminjasafnið gaf út á síðasta ári. Hér er á ferðinni annað tímamótaverk höfundar, því þótt Almenna bókafélagið hafi áður gefið út bók um Sigfús árið 1976, með texta eftir Þór Magnússon, þá nýtist áratuga rannsóknarvinna Ingu Láru til ítarlegri umfjöllunar um ljós- myndir Sigfúsar en áður hefur sést. Meðal helstu nýmæla bókarinnar er að gerð er tilraun til að skilja á milli ljós- mynda Sigfúsar annars vegar og Daníels Daníelssonar, sem annaðist rekstur ljós- myndastofu þess fyrrnefnda að mestu leyti frá því um 1890 og fram yfir alda- mótin 1900. Hins vegar er ofsagt að það sé hér gert fyrir fullt og fast, eins og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörð- ur gefur í skyn í formála bókarinnar. Inga Lára tekur einmitt fram (bls. 27) að slíkur aðskilnaður sé nánast ógerlegur, t.a.m. séu 219 ljósmyndaplötur af stofu Sigfúsar þess eðlis að ekki verði séð hvor þeirra félaga hafi tekið þær. Allt um það er hér að finna fleiri hlið- ar á ljósmyndaranum en menn hafa áður þekkt. Fjallað er ítarlega um uppruna Sigfúsar í Vopnafirði, „útrás“ hans til Noregs og Danmerkur á yngri árum og margvíslega athafnasemi hans í tímans rás, (ferðaþjónustu, umboðsmennsku, bókaverslun, prentsmiðju, framkvæmda- stjórn Alþingshátíðar 1874, setu í banka- ráði o.fl.). Alls staðar er Sigfús „að reina að bjarga [sér] uppá allan máta“, eins og hann segir í bréfi til Jóns Sigurðssonar árið 1872. Vitaskuld er ljósmyndun hans þó fyrirferðarmest í bókinni. Hér fær hún þá meðhöndlun og umgjörð sem hún verðskuldar og er í því sambandi sérlega lofsverður tæknilegur þáttur Ívars Brynjólfssonar ljósmyndara. Inga Lára rekur stuttlega þróunarsögu ljósmyndunarinnar í landinu, tilurð mannamyndahefðar, tilkomu visit- mynda og myndaalbúmsins, sem varð fljótt stofustáss á betri heimilum; lýsir hún yfirburðastöðu Sigfúsar á þessum vettvangi, þökk sé elju hans, framtaks- semi og viðskiptaviti. Fyrir utan flokkun og greiningu á mannamyndum Sigfúsar gerir Inga Lára að umtalsefni eftirtökur hans á gömlum ljósmyndum, málverk- um og teikningum af merkum Íslend- ingum, að viðbættum eigin myndum af alþingsmönnum og embættismönnum. Hér, eins og oft áður, stjórnaðist Sigfús bæði af viðskiptahagsmunum og þjóð- rækni. Myndirnar fjöldaframleiddi hann og seldi á stofu sinni, en gerði sér um leið grein fyrir sögulegu gildi þeirra, sá raunar fyrir sér sérstakt mannamynda- safn þjóðarinnar. Í dag eru margar teikningar Sigurðar Guðmundssonar einungis til í eftirtökum Sigfúsar. Draumurinn um Ísland Merkur kafli í bókinni nefnist Draum- urinn um Ísland í myndum, sem kemur rakleitt inn á þátt íslenskra ljósmyndara í mótun nýrrar landslagssýnar. Þar er Sigfús einnig leiðandi, því eins og Þór Magnússon segir í bók sinni, varð hann „fyrstur ljósmyndara til að taka hér úti- myndir að ráði og hélt því áfram alla tíð“. Markverðasta framlag Sigfúsar til nýrrar fagurfræðilegrar og þjóðræknis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.