Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 45
N á t t g a n g a í s t r í ð s m y r k r i
TMM 2014 · 1 45
margir hverjir blásnauðir flóttamenn sem flúið höfðu bardagasvæðin í
norðri, sumir fyrir mörgum árum og búa enn í hrörlegum kofabyggðum í
útjaðri bæjarins. Vissulega voru líka margir Sinhalesar búsettir í Vavuniya
en að því er virtist í afmörkuðum hverfum þannig að innbyrðis samskipti
þjóðarbrotanna voru þarna minni en ætla mætti í fyrstu.
Mjög ruglingslegt var að aka um á þessum slóðum enda hvert horn
öðru líkt og landslagið flatt án kennileita. En þegar haldið var norður af
Vavuniya minnkaði umferðin talsvert þar til komið var að einhvers konar
„landamærum“ við Omahai-krossgöturnar. Þar var vörubifreiðum gert að
keyra inn á sérstakt skoðunarsvæði þar sem allur farmur var grandskoð-
aður og minnti helst á tollafgreiðslusvæði. Farþegum í langferðabílum var
gert að stíga úr vögnunum og þurftu svo að ganga framhjá eftirlitsstöðvum
stjórnarhersins, meðfram veginum yfir einskismannsland og loks í gegnum
eftirlitsstöð Tamílatígra, en allur gangur var á því hvort hún væri mönnuð
eður ei. Oftar en ekki sýndist hún vera ómönnuð, en andrúmsloftið var
einhvern veginn þannig að ferðalangar fundu á sér að í frumskóginum sitt
hvorum megin við veginn væri fylgst gaumgæfilega með öllum ferðum.
Þegar friðargæsluliðar áttu leið um gekk greiðlega að komast í gegn, nægði
að veifa glaðlegum hermönnum stjórnarhersins sem mönnuðu bómuna. Í
sjálfu einskismannslandi var heilsað upp á fulltrúa alþjóðaráðs Rauða kross-
inn sem stóðu vaktina þarna í mörg ár og stundum var stoppað og spjallað
og svaladrykkir þegnir með þökkum. Þegar komið var yfir í Vanní, sem
var óljóst samheiti yfir það svæði er Tamílar réðu norðurhluta eyjunnar,
voru norrænu friðargæsluliðarnir nánast undantekningarlaust látnir alveg
afskiptalausir og virtist sem fyrirskipað hafi verið að koma kurteislega fram
við þá, að minnsta kosti yfirmenn í liðssveitum LTTE.
***
Í kjölfar vopnahlésins 2002 hafði gjafapeningum erlendum verið varið í
að bæta A9, þennan mikilvæga þjóðveg til Jaffna, nyrstu borgar Srí Lanka,
sem lá við sundið yfir til Indlands. Höfðu margar þjóðir, ekki síst Japanir,
látið verulegar fjárhæðir af hendi rakna. Þarna hafði líka skapast kærkomið
tækifæri fyrir Tamíla í Vanní-héraði að vinna til daglauna og tveimur
árum eftir að vopnahléinu hafði verið komið á var búið að malbika alla leið
frá aðskilnaðarlínunni í Omahai upp til Jaffna, ef frá voru taldir nokkrir
vegarkaflar hér og hvar.
Reyndar var í þessu eins og svo mörgu öðru á Srí Lanka kastað svo til
höndum að vegurinn byrjaði að molna upp fljótlega eftir að hann hafði
verið fullgerður. Miklar monsúnrigningar á árunum eftir vopnahlé sópuðu
í burtu malbiki á löngum köflum, en það sem hættulegra var, sumstaðar
hafði grafist inn á hálfan veginn og mynduðust þar djúpar holur þannig að
aka þurfti af kostgæfni í hálfgerðu svigi eftir brautinni, en það gat verið æði