Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 132
D ó m a r u m b æ k u r 132 TMM 2014 · 1 inni. Þess vegna var ég ekki í Þjóðleik- húskjallaranum“ (bls. 66). Áður en Jóhanna Sigurðardóttir fékk umboð til stjórnarmyndunar hélt forseti Íslands blaðamannafund. Í bókinni um Steingrím segir Björn Þór: „Í millitíðinni – eftir fundinn með Geir og fyrir fund- ina með öðrum flokksformönnum – ræddi Ólafur við fréttamenn og upplýsti að hann teldi brýnt að fjögur atriði yrðu höfð í huga við myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Var talið einstakt að forseti legði slíkar línur við stjórnarmyndun, í öllu falli að hann greindi frá þeim opin- berlega. Atriðin fjögur sem Ólafur Ragn- ar vildi að ný ríkisstjórn legði áherslu á voru að sköpuð yrði sátt í samfélaginu, að unnið yrði að lausn á vanda fjöl- skyldna og fyrirtækja, að kosið yrði sem fyrst og að fundinn yrði farvegur fyrir umræður um nýja stjórnarskrá. Daginn eftir fól Ólafur Samfylkingunni og Vinstri grænum að ræða myndun ríkis- stjórnar sem nyti stuðnings Framsókn- arflokksins“ (bls. 25). Steingrímur gefur ekki mikið fyrir hlut forsetans: „Hann var áhugasamur um að landið fengi starfhæfa ríkisstjórn, eins og forseti á að vera, og hafði sjálf- sagt einhverjar skoðanir á málunum. En allt gerðist þetta nú án hans atbeina. Það gætir almennt mikils misskilnings á hlutverki forsetans. Hann er ekki og á ekki að vera með puttana í því sem ríkis- stjórnin er að gera. Í stjórnarskránni stendur að forsetinn lætur ráðherra framkvæma allar stjórnarathafnir og er ábyrðarlaus af þeim. Það þýðir á manna- máli að hann hefur ekki framkvæmdar- vald og ber ekki ábyrgð. Þessi misskiln- ingur virðist ekki síst vera í útlöndum og Ólafur Ragnar er ekki alsaklaus af því að hann hafi orðið til. Hann talar stundum á erlendri grundu líkt og hann sé kosið framkvæmdarvald eins og forseti Bandaríkjanna eða Frakklands en þann- ig er það alls ekki. Það er þingræði á Íslandi. Hér situr þingbundin ríkisstjórn og sækir umboð sitt til Alþingis en ekki forsetans, punktur“ (bls. 26). Hvers vegna lagði Ólafur Ragnar efnislegar línur við stjórnarmyndunina opinberlega? Kannski var hann bara að undirstrika vægi forsetaembættisins, en hann hefur stöðugt reynt að auka áhrif þess síðan hann var fyrst kosinn 1996 – og með býsna miklum árangri, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ekki er ástæða til að rengja þau orð Stein- gríms að ummæli forsetans hafi engin áhrif haft á samskipti Samfylkingar og Vinstri grænna, enda augljóst að þau pirruðu fleiri forystumenn þessara flokka en Steingrím. En athygli vekur að áherslur Ólafs eru á sömu nótum og áherslur Framsóknarflokksins. Átti for- setinn kannski drjúgan þátt í afstöðu Sigmundar Davíðs? Ólafur Ragnar hefur gefið í skyn að aðkoma forseta hafi skipt miklu um stjórnarmyndunina, en hvorki hann né Sigmundur Davíð munu hafa greint opinberlega frá einkasamtölum sínum þessa afdrifaríku daga. Þessi stjórnarmyndun verðskuldar meiri rannsókn. Steingrímur er bæði andvígur ýmsum stjórnarathöfnum forsetans – og ósam- mála skilningi hans á hlutverki forseta- embættisins. Hann er mjög ósáttur við synjun forseta á Icesave-lögunum í árs- byrjun 2010, segist hafa orðið furðu lost- inn þegar í ljós kom að lögin voru ekki staðfest á ríkisráðsfundi á gamlársdag 2009 – og bætir við: „um kvöldið var Ólafur Ragnar skotspónn áramóta- skaups Sjónvarpsins ásamt útrásarvík- ingunum en í nýársávarpi sínu daginn eftir gaf hann því undir fótinn að hann kynni að synja lögunum staðfestingar“ (bls. 177). Steingrímur segist hafa íhugað afsögn, en það hefði þýtt fall ríkisstjórn- arinnar (bls. 178). Hann kveður enn fast-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.