Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 26
H a n n e s L á r u s s o n 26 TMM 2014 · 1 að þær hafi verið jafn algengar og menn hafa viljað vera láta, er eðlilegast að álykta sem svo að ýmist skálar, stofur, eldhús, jafnvel kvennabúr og dyngjur hafi verið undirstaðan í tilurð og mótun baðstofurýmisins.12 Það er auðveldara að flytja orðið, húsheitið af einu húsi á annað en flytja sjálft húsið úr stað. Hafi forna baðstofan verið að húsabaki hefur henni verið á sumum stöðum hnikað enn aftar og eiginlega aftur fyrir húsaþorpið, en annars staðar verið færð eða byggð upp í fremstu röð. Hugsanlega voru þær sums staðar ávallt byggðar upp sem eitt af framhúsunum og fóru aldrei á flakk um húsatorfuna. Í því ljósi gætu bæir á Austurlandi og norðvesturlandi, þar sem tvílyft torfmikil baðstofuhús liggja samsíða hlaðinu verið fornasta gerð torfbæjarins og skilgetið afkvæmi miðaldaskálans og stofunnar. Þegar fram líða stundir verður lega baðstofunnar með þeim hætti að hún verður endapunkturinn í upplifun bæjarins. Í stuttu máli má segja að flestir fræðimenn, oft blindaðir af gufublönd- uðum miðaldareyk og þrúgaðir af skjalaryki, hafi einblínt svo á dularfullt ferðalag baðstofunnar, „bað“stofunnar og baðstofunnar inn í dagsbirtu nútímans að þeim hafi yfirsést eðli sjálfs rýmisins og töfrar þess.13 vii Bæjarhóllinn er staðurinn þar sem bærinn á heima. Bæ var fundinn staður á upphækkun í landslaginu eða í skjóli náttúrulegra hóla og þá jafnan grafinn inn í þá að hluta til að verja bústaðinn fyrir kælingu og álagi erfiðustu veður- átta og jafnframt til að spara vinnu. Sé tóft grafin inn í náttúrulegan hól þarf einungis að hlaða innra byrði veggjarins. Í þessum skilningi þjónar fjallshlíð sama tilgangi. Hefðbundin torfhús eru að hluta til byggð úr náttúrulegum efnivið með takmarkaða endingu. Við sérhverja endurreisn veggja og tófta gefst færi á að hnika húsunum til og aðlaga betur þeim stað sem bænum var valinn með tilliti til vinds, sólar, aðkomu, útsýnis og jarðarinnar undir húsunum. Bærinn snýr jafnan stöfnum inn í dalinn og undan fjöllum, en baðstofugöflum í sólarátt þar sem því verður við komið. Búseta og regluleg endurbygging húsa úr jarðefnum hafa í för með sér efnisflutninga sem smám saman leiða til þess að bæjarstæðið hækkar og fær á sig yfirbragð hóls jafnvel á stað þar sem enginn var fyrir. Kunnáttusamleg og hugmyndarík endurbygging í samhljómi við verksvit, atorku og lífshlaup íbúanna er órofa hluti torfbæjarins, samofið innsta eðli hans, sögu, tilvistarlegri upplifun og lífsmöguleikum. Það gefur því auga leið að tilvist og varðveisla torfbygginga veltur á því að rækta skilning á hug- myndafræði þessara húsa í réttum takti við rótgróna kunnáttu og verksvit í úrvinnslu einkennandi byggingarefna. Glatist þessi kunnátta glatast arfurinn og hin verufræðilega tenging um leið, og eftir standa ámátleg leiktjöld með annarlegan tilgang. Strengur er ristur með torfljá14 og hnaus stunginn með pálum úr mýri þar sem þrjátíu tegundir stara, grasa, mosa og jurta vaxa og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.