Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 68
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
68 TMM 2014 · 1
er áhugavert að máta Thor við kenningar Palmers um ímynd menningar-
arfsins, hvernig passar Thor inn í íslenska (tál)sýn á fornritin? Thor er í sjálfu
sér ákaflega gott dæmi um ímyndasköpun, en almennt er talið að banda-
rísku ofurhetjurnar séu dæmi um hvernig ný þjóð reyndi að búa sér til sínar
eigin goðsagnir. Það að bæta þrumuguðinum Þór í hópinn er einfaldlega
rökrétt framhald af því. Á margan hátt passar Thor ágætlega við upphafnar
íslenskar ímyndir um víkingarfinn, hann er þéttur á velli og vöðvastæltur,
ljós yfirlitum og afskaplega bardagaglaður, sigurviss – og frekar einfaldur.
Ekkert af þessu kemur í veg fyrir að menningarlegt sanngildi kvik-
myndanna er nákvæmlega ekkert. Eða hvað? Í hverju felst þetta sanngildi
nákvæmlega? Samkvæmt Bob McKercher og Hilary du Cros virðist áherslan
vera á verndun. Að halda menningunni eins hreinni og óspilltri og hægt er
– upprunaleikinn skiptir máli. Eitthvað svipað má lesa út úr gagnrýni Helga
á hugtakið menningararf, sem er einhverskonar hol ímynd menningarinnar,
útþynnt sagnfræði (hér stendur sagnfræðin greinilega fyrir sanngildið),
sem hefur að auki nýtingargildi, „aðdráttarafl í ferðamennsku“. Þessi tvö
sjónarmið sanngildis falla svo saman í innblásinni orðræðu föðurlandsástar,
en þegar skapa á samkennd þjóðar er iðulega vísað til þjóðmenningar eða
menningararfs með tilheyrandi áherslu á verndun. En eins og Valdimar Tr.
Hafstein ræðir í grein sinni „Menningararfur: Sagan í neytendaumbúðum“
(2006) felur þessi ofuráhersla á verndun menningararfs ekki aðeins í sér
hættu á stöðnun, heldur fylgir henni næsta furðuleg tenging við dauða.
Það er að segja: í allri áherslunni á að vernda menningararfinn felst það að
honum sé ógnað, að hann sé að deyja út og Valdimar kallar þetta ‚fagurfræði
dauðans‘.29 Það sem gerist er að óttinn við að menningararfurinn spillist
gerist það að verkum að útrýmingarhættan eykst, einfaldlega vegna þess
að það er búið að „negla [hann] niður og varðveita í formalíni: og með því
tengja menningararfinn og dauðann órjúfanlegum böndum.“
Boðskapur Valdimars til þeirra sem starfa við efni sem tengist menn-
ingu og menningararfi er eftirfarandi: „Setjið það […] í skapandi samspil
við aðra strauma í samtímamenningu. Leikið ykkur að þessu, breytið því
og bræðið saman við eitthvað allt annað.“30 Einmitt þetta er það sem þeir
félagar Stan Lee og Jack Kirby gerðu á sínum tíma, seinna Walter Simonson
og fjölmargir aðrir – þar á meðal Snorri Sturluson. Þetta er það sem kvik-
mynda gerðarmennirnir á bakvið Thor-myndirnar gera og skemmta sér
svikalaust. Og einmitt með því hafa þeir sannað gildi menningararfsins, með
því að sýna fram á að hann sé ekki niðurnegldur eða fljótandi í formalíni,
heldur nýtanlegur í þágu skemmtunar og afþreyingar, sjónræns sjónarspils
og áhugavekjandi tilbrigða. Erkitýpan um bragðarefinn öðlast nýtt líf í með-
förum höfunda sem setja hann í nýtt samhengi og gefa þessum fjölskrúðuga
karakter enn spánnýja möguleika til að leika sér að eldi og illsku.