Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 68
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 68 TMM 2014 · 1 er áhugavert að máta Thor við kenningar Palmers um ímynd menningar- arfsins, hvernig passar Thor inn í íslenska (tál)sýn á fornritin? Thor er í sjálfu sér ákaflega gott dæmi um ímyndasköpun, en almennt er talið að banda- rísku ofurhetjurnar séu dæmi um hvernig ný þjóð reyndi að búa sér til sínar eigin goðsagnir. Það að bæta þrumuguðinum Þór í hópinn er einfaldlega rökrétt framhald af því. Á margan hátt passar Thor ágætlega við upphafnar íslenskar ímyndir um víkingarfinn, hann er þéttur á velli og vöðvastæltur, ljós yfirlitum og afskaplega bardagaglaður, sigurviss – og frekar einfaldur. Ekkert af þessu kemur í veg fyrir að menningarlegt sanngildi kvik- myndanna er nákvæmlega ekkert. Eða hvað? Í hverju felst þetta sanngildi nákvæmlega? Samkvæmt Bob McKercher og Hilary du Cros virðist áherslan vera á verndun. Að halda menningunni eins hreinni og óspilltri og hægt er – upprunaleikinn skiptir máli. Eitthvað svipað má lesa út úr gagnrýni Helga á hugtakið menningararf, sem er einhverskonar hol ímynd menningarinnar, útþynnt sagnfræði (hér stendur sagnfræðin greinilega fyrir sanngildið), sem hefur að auki nýtingargildi, „aðdráttarafl í ferðamennsku“. Þessi tvö sjónarmið sanngildis falla svo saman í innblásinni orðræðu föðurlandsástar, en þegar skapa á samkennd þjóðar er iðulega vísað til þjóðmenningar eða menningararfs með tilheyrandi áherslu á verndun. En eins og Valdimar Tr. Hafstein ræðir í grein sinni „Menningararfur: Sagan í neytendaumbúðum“ (2006) felur þessi ofuráhersla á verndun menningararfs ekki aðeins í sér hættu á stöðnun, heldur fylgir henni næsta furðuleg tenging við dauða. Það er að segja: í allri áherslunni á að vernda menningararfinn felst það að honum sé ógnað, að hann sé að deyja út og Valdimar kallar þetta ‚fagurfræði dauðans‘.29 Það sem gerist er að óttinn við að menningararfurinn spillist gerist það að verkum að útrýmingarhættan eykst, einfaldlega vegna þess að það er búið að „negla [hann] niður og varðveita í formalíni: og með því tengja menningararfinn og dauðann órjúfanlegum böndum.“ Boðskapur Valdimars til þeirra sem starfa við efni sem tengist menn- ingu og menningararfi er eftirfarandi: „Setjið það […] í skapandi samspil við aðra strauma í samtímamenningu. Leikið ykkur að þessu, breytið því og bræðið saman við eitthvað allt annað.“30 Einmitt þetta er það sem þeir félagar Stan Lee og Jack Kirby gerðu á sínum tíma, seinna Walter Simonson og fjölmargir aðrir – þar á meðal Snorri Sturluson. Þetta er það sem kvik- mynda gerðarmennirnir á bakvið Thor-myndirnar gera og skemmta sér svikalaust. Og einmitt með því hafa þeir sannað gildi menningararfsins, með því að sýna fram á að hann sé ekki niðurnegldur eða fljótandi í formalíni, heldur nýtanlegur í þágu skemmtunar og afþreyingar, sjónræns sjónarspils og áhugavekjandi tilbrigða. Erkitýpan um bragðarefinn öðlast nýtt líf í með- förum höfunda sem setja hann í nýtt samhengi og gefa þessum fjölskrúðuga karakter enn spánnýja möguleika til að leika sér að eldi og illsku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.