Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 131
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2014 · 1 131
umtalaðan landflótta fjölgaði Íslending-
um úr 319 þúsund árið 2009 í 322 þús-
und 2013. Stýrivextir Seðlabanka lækk-
uðu mikið í valdatíð Steingríms og verð-
bólgan fór úr 18,6 prósentum í 3,8 pró-
sent. Skuldatryggingaálag skánaði. Hag-
vöxtur skánaði líka, rétt eins og einka-
neysla, fjárfesting og kaupmáttur.
Rekstrarhalli ríkisins minnkaði mikið
(bls. 252–54). Sjálfsagt má rífast um
þessar tölur og um hvort betur hefði
mátt gera. En tölur af þessu tagi skýra þá
jákvæðu umfjöllun sem árangur ríkis-
stjórnarinnar 2009–13 fékk hjá mörgum
sérfræðingum alþjóðastofnana á borð
við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og OECD
– og mörgum blaðamönnum erlendra
fjármálablaða. Segja má með hæfilegum
ýkjum, að einn helsti vandi vinstri
stjórnarinnar – og þar með vinstri sósí-
alistans Steingríms – í kosningunum
2013 hafi verið sá, að aðdáendur ríkis-
stjórnarinnar var aðallega að finna
meðal frekar hægri sinnaðra hagfræð-
inga í útlöndum!
Bók Össurar, Ár drekans, er á dag-
bókarformi og nær einungis yfir árið
2012, þó ýmislegt frá fyrri árum sé rifjað
upp. Ekki er ljóst hvort „dagbókin“
geymir færslurnar eins og þær voru upp-
runalega skrifaðar, eða hvort veruleg rit-
stýring hefur verið gerð eftir á. Við-
fangsefni Össurar í utanríkisráðuneyt-
inu eru rakin frá degi til dags, í bland
við hugleiðingar um menn og málefni
stjórnmálanna; bæði um hin stóru mál
efnislega og um það hvernig pólitíkin
þróaðist í dagsins önn; um pólitísk plott
og pólitíska taktík. Össur skrifar óvenju-
lega leiftrandi og skemmtilegan stíl;
mikið er af glaðlegum frásögnum og
gamansögum; tilvísanir í menn og mál-
efni sýna yfirgripsmikla þekkingu á
íslenskum og erlendum stjórnmála-
mönnum og stjórnmálaflokkum; stund-
um er orðfarið dálítið sérviskulegt –
sumir mundu nota orðið tilgerð um þau
stílbrögð – aðrir að hér sé töluð kjarngóð
íslenska, stundum næsta forn.
Í báðum bókunum er mestu rúmi
varið í að fjalla um verkefni ráð-
herranna, hvors í sínu ráðuneyti. Báðir
fjalla þeir þó um margt utan sinna sér-
stöku málaflokka og um stjórnmálin
almennt. um suma hluti fjalla þeir báðir.
Báðir fjalla um aðdragandann að
myndun minnihlutastjórnar Samfylk-
ingar og Vinstri grænna, sem tók við
völdum 1. febrúar 2009 – nákvæmlega
105 árum eftir valdatöku Hannesar Haf-
stein, fyrsta íslenska ráðherrans. um
nokkra hríð hafði ríkisstjórn Geirs H.
Haarde verið í andarslitrunum og
sprakk 26. janúar. Steingrímur segir að
Össur Skarphéðinsson hafi sett sig í
samband við Ögmund Jónasson um 15.
janúar til þess að ræða möguleika á
stjórnarmyndun. Sjálfur hafi hann ekki
komið að málum fyrr en eftir 21. janúar,
en þann dag lýsti Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson því yfir að Framsóknar-
flokkur væri reiðubúinn að veita minni-
hlutastjórn Samfylkingar og Vinstri
grænna hlutleysi með nokkrum skilyrð-
um; um aðgerðir fyrir skuldsett heimili,
stjórnlagaþing og nýjar kosningar.
umræður hafi farið fram um meiri
aðkomu Framsóknar að stjórnarsam-
starfinu en raunin varð, en afstaða Sig-
mundar hafi sveiflast til og frá – og
hann leikið einleik af hálfu Framsóknar,
nýorðinn formaður. Steingrímur telur að
tilboð Sigmundar hafi átt sinn þátt í að
gamla stjórnin leystist upp (bls. 18–23).
Össur rifjar líka upp þessa stjórnar-
myndun og segir rangt að frægur Þjóð-
leikhússkjallarafundur Samfylkingar í
Reykjavík 21. janúar hafi verið vendi-
punktur um fall Þingvallastjórnarinnar
– og bætir við að sama kvöld hafi menn
„verið að leggja lokahönd á myndun
nýrrar ríkisstjórnar annars staðar í borg-