Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 38
E r l a Þ ó r d í s J ó n s d ó t t i r 38 TMM 2014 · 1 – Heyrðu mig nú, væni minn, þína ungu fætur munar ekkert um að bera þennan létta kropp svolítinn spöl, æ, ég er gamall og hrumur, sjáðu aumur á mér og ljáðu mér klárinn spottakorn, þó ekki nema væri út að Hunangs- vörðu. Hann kann að væla, að flakkarasið, ég læt ekki plata mig svona. – Ég verð að flýta mér! Þá grípur karlinn til næsta vopns í búri sínu, hótana: – Mig grunar að þú munir hafa verra af ef þú neitar þessari litlu bón. Jájá, á að hóta að leggja illt á mig, karlhelvíti, hugsa ég um leið og í mig kemur illur beygur. Ég þori ekki annað en hypja mig af baki, veit af sögum að öruggara er að hafa kynlegan förumann með en á móti, ef hann kynni að fara með ámælisorð eða vísu. – Ríddu þá út að Hunangsvörðu, en alls ekki lengra! segi ég og reyni að bera mig mannalega. – Þakka þér fyrir, góði, ég sá undireins á svip þínum að þú gengur á Guðs vegum, segir hann væmnislega, kann klístrug sleikju orðin jafn vel og hótanirnar. Hann fer að basla við að koma sér á bak. Af klaufalegum til- burðum hans sé ég að hann er alldrukkinn. Hann hirðir ekki um að lengja í ístöðunum, þó ég hafi orð á því við hann að hann sé valtur í sessi. – Hvaa… þú heldur þó ekki að ég falli af bikkjunni þó fæturnir séu lausir, segir hann og hlær djúpum hlátri. – Heldurðu að ég kunni ekki að sitja hest! Hann hefur pokann fyrir framan sig, tekur úr honum brennivínspela og sýpur vænan teig með sælustunu, hnýtir fyrir pokann og stingur pelanum í vasann. – Ljáðu mér svipuna, væni. Ég er að því kominn að hlýða í blindni þegar ég átta mig. – Ég kann betur við að verða hestinum samferða, segi ég og sting svipunni minni í barminn hjá þeirri silfurbúnu sem mér hafði verið trúað fyrir. Þeim góða grip yrði ég að skila hvað sem öðru liði. – Ha? Heldurðu að ég ætli að stela undan þér klárnum! Auðvitað ríð ég bara lestagang, hesturinn er gamall og latur eins og ég. Samt þorði ég ekki annað en vera heldur á undan honum ef honum skyldi detta í hug að hvetja Rauð. En uggur minn var ástæðulaus, karl var hinn rólegasti, raulaði fyrir munni sér og saup á öðru hvoru. – Ó, að þú mættir aldrei tæmast, flaskan mín fríð. Hann bar flöskuna fyrir augu sér. – Finnst þér ég ekki hafa gert kjarakaup? – Ha, segi ég, ekki að skilja. – Fékk heilan pott af brennivíni fyrir að láta mála mig í framan og leyfa þeim að hlæja að mér, hahaha ha haaa. Mér létti við að heyra síðustu orðin. Hann var þá ekkert yfirnáttúrlegur, þetta var ekki fölvi og valbrá brennd af illum álfi heldur málning. Bannsettur auli var ég að sjá þetta ekki. Nú er ég algjörlega óhræddur við karlfauskinn, karlkvölina eins og mamma myndi kalla hann. En börn geta líka verið þreytt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.