Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 61
Á s a- Þ ó r o g f ö r i n t i l H o l l y w o o d
TMM 2014 · 1 61
Þór og myrkraverkin
Næsta kvikmynd um Thor var að hluta til tekin upp á Íslandi og vakti það
mikla athygli. Thor: The Dark World var frumsýnd árið 2013 í leikstjórn
Alan Taylor sem tók við af Branagh. Þessi mynd sækir efnivið sinn að
nokkru leyti til myndasagna eftir Walter Simonson sem hófu göngu sína árið
1983 og öfluðu Thor á sínum tíma endurnýjaðra vinsælda og þykja enn með
því betra sem komið hefur út um þrumuguðinn.7
Simonson sækir meira í goðafræðina en fyrri höfundar enda fer baráttan
að miklu leyti fram í goðaheimum (sem í myndasögunum og kvikmynd-
unum er einhversstaðar úti í geimi), þó vissulega endi þetta allt með árás
á jörðina. Loki er fangi í dýflissu konungshallarinnar eftir atburðina í The
Avengers, og Thor saknar Jane Foster. Hann er orðinn efins um konung-
dóminn og almennt óglaður. Á jörðu niðri uppgötvar Jane dularfulla atburði
tengda þyngdarsviði, rambar óvart á aldagamalt ‚vopn‘, einhverskonar
orkustraum, sem tekur sér bólfestu í líkama hennar. Thor uppgötvar (með
hjálp frá Heimdalli) að eitthvað er að og drífur sig til hennar (e.k. ‚beam me
down, Heimdallur‘-aðferð), sér að hún er í vanda stödd og tekur hana með
heim í Ásgarð, föður sínum til lítillar ánægju. Á sama tíma rakna úr rotinu
upphaflegir eigendur ‚vopnsins‘, svartálfar, sem hafa legið í dvala og beðið
eftir tækifæri til að hefna sín eftir ævafornan ósigur. Þeir ráðast á Ásgarð
og drepa Frigg. Thor fær Loka í lið með sér að hefna og ná jafnframt að losa
‚vopnið‘ úr líkama Jane. Loki lætur tilleiðast því hann syrgir Frigg ákaft,
en ferðin endar með ósigri, svartálfarnir ná vopninu á vald sitt og Loki er
rekinn í gegn þar sem hann reynir að vernda Jane. Svo virðist sem Thor og
Jane séu strandaglópar í svartálfaheimi (þ.e. á Íslandi) en Jane finnur leið
til baka til jarðar og þau taka að verjast. Bæði árásin og vörnin snúast um