Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 63
Á s a- Þ ó r o g f ö r i n t i l H o l l y w o o d
TMM 2014 · 1 63
(pólitískum, markaðslegum) sem hefur kannski ekki svo mikið með eigin-
legt gildi (eða sanngildi) viðkomandi menningarfyrirbæris að gera.11 En
hvert er þetta sanngildi menningarinnar og hvaða máli skiptir það? Í ritinu
Cultural Tourism (2002) fjalla þau Bob McKercher og Hilary du Cros um
menningarfyrirbæri og ferðamennsku – en ferðamennska er einmitt gott
dæmi um nýtingu á menningu og menningararfi. Þar leggja þau nokkra
áherslu á það sem á ensku kallast ‚intrinsic value‘, eða „eiginleg gildi“, það
er að segja, gildi sem hið menningarlega fyrirbæri hefur í sjálfu sér, en ekki
einvörðungu sem söluvara fyrir ferðamennsku.12 Þau nefna hættuna á að
fletja út merkingu (og þarmeð gildi) staðarins/fyrirbærisins og drepa henni á
dreif, með því að reyna að höfða til allra.13 umræðu McKerchers og du Cros
um menningu sem söluvöru til ferðamanna má auðveldlega skipta út fyrir
menningu sem áróðurstæki fyrir þjóðernishyggju – sem á að höfða til allra í
tilteknu mengi og vera tæki til sameiningar og samstöðu – í báðum tilvikum
er hætt við að menningararfurinn breytist í menningararfa, eitthvað sem vex
hinu menningarlega ræktarlandi yfir höfuð og kæfir það í ákafri útbreiðslu
sinni.
Þegar kemur að norrænni goðafræði er spurningin um sanngildið hins-
vegar ekki einfalt mál. Sú útgáfa sem við höfum af þessum goðsögum er
aðallega komin úr Snorra-Eddu, en þar tekur Snorri Sturluson saman ýmsar
goðsagnir og fellir í eina samfellda sögu, sem hann í ofanálag staðsetur
sem jarðbundna – Snorra-Edda er skrifuð á kristnum tímum og er meðal
annars líklega ætlað að laga goðsagnaheiminn að kristinni heimsmynd – og
skrif legri menningu. Að auki má ætla að markmiðið hafi e.t.v. snúist um
verndun, það að búa til einskonar kennslubók í goðafræði, ekki síst í þeim
tilgangi að skýra skáldsskap fornsagnaheimsins, en tilvísanaheimur hans
byggir mjög á norrænni goðafræði. Faðir minn, trúarbragðafræðingurinn,
þreytist aldrei á að segja mér að út af fyrir sig sé ekkert ‚rétt‘ við Snorra-Eddu,
hún sé einfaldlega útgáfa Snorra af norrænum goðsögnum. Víða má sjá glitta
í saumana og ummerki um aðrar útgáfur finnast í fornritunum sjálfum, ekki
síst Eddukvæðunum.14 Gunnlaðar saga (1987) Svövu Jakobsdóttur er ákaflega
gott dæmi um allt aðra sýn á þennan menningararf, skáldsagan byggir á
umfangsmiklum rannsóknum Svövu á þessum sagnaarfi.
Þannig má, út af fyrir sig, sjá Snorra-Eddu sem dæmi um menningarf í
þeim skilningi sem Helgi leggur í hugtakið, þá þegar útþynnta og snyrta
útgáfu, sem á að gera höfðað til allra – og hefur gert það, samviskusamlega.
Endursögð saga
Út af fyrir sig er Snorra-Edda einmitt gott dæmi um það hvernig sagnir af
þessu tagi þrífast einmitt sem endursagnir, útgáfur, tilbrigði. Í fræðaskrifum
um þjóðsögur og ævintýri er lögð mikil áhersla á að þessar frásagnir séu
ekki stöðugur menningararfur, því þetta efni byggist beinlínis á því að vera