Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 110
110 TMM 2014 · 1 Þorsteinn Antonsson Menn, dýr og geimverur 1. Örlög kalkúna Dýr jarðarinnar eru komin í stað E.T. fyrir mér sem mörgum öðrum. Ekki vakir lengur fyrir mér spurning um vitsmuni á öðrum hnöttum heldur hvort eitthvað sem hæfi að kalla vitsmuni sé til hið næsta mér. Ég horfði á fræðslumynd í ensku sjónvarpi um mann sem ól upp hóp kalkúnaunga frá því þeir skriðu úr eggjunum til þess er þeir fullvaxta fóru sína leið. Í rúmt ár umgekkst maðurinn ungahópinn í skóglendi þar sem ungunum hafði verið búin vist í kofa einum, og aðra menn bar ekki fyrir augu á myndunum þótt auðvitað hafi gætt upptökunnar. ungarnir voru hændir að gæslumanni sínum allan tímann í kofanum sem annars staðar eins og væri móðir þeirra. Hana höfðu þeir aldrei þekkt. Hópurinn fylgdi þessum sérvitringi eftir frá kofanum í mörgum gönguferðum um skóglendið þar sem lifðu villtar hindir og ýmis smádýr, snákar, íkornar, skjaldbökur, eðlur. Maðurinn fylgdist með kalkúnahópnum náttlangt líka, eftir því sem séð varð, og bar sig alltaf til við ungana af hlutleysi en árvekni. Á þessu tímabili lærði hann merkjamál fuglanna – og áhorfandinn að myndinni líka svo að óumdeilanlegt er – og gæslumaðurinn náði svo langt að tala til kalkúnanna á þeirra eigin máli. Það staðfesti myndavélin ásamt hljóðupptökunni. Eðlisávísun kalkúnanna réði fyrir þeim hljóðmerkin sem þeir gáfu hver öðrum. (40 milljón ára gömul!) Eðlisávísunin vísaði þeim á viðeigandi fæðu og forðaði þeim frá því að éta eitraðan gróður. Fullorðinn kalkúna sáu þeir aldrei á uppvaxtartímanum. Ein snákategund var fyrir þeim hættuleg, önnur var meinlaus eftir hljóð- merkjum þeirra og viðbrögðum að dæma. Haukur flaug yfir og vakti með þeim hljóð, líkust þeim sem hænur gefa frá sér á íslensku bæjarhlaði þegar hrafn nálgast í lofti, og vonandi að einhverjir landar kunni enn skil á. Vitsmunir kalkúnanna eru grópaðir í erfðir þeirra. Kannski líka að enn megi tala um samvitund lífvera. Sjálfbært frumlíf kviknaði í volgum höfum frumalda og náði með tímanum – frá sjónarhorni okkar manna séð – að þróast í þá mynd sem risaeðlur á forsögulegum tímum höfðu. Á þeirra tíð var aðdráttarafl jarðarinnar sennilega minna en nú þegar hin smágerðari spendýr hafa náð þeim yfirburðum sem þau hafa í lífríki jarðarinnar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.