Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 30
H a n n e s L á r u s s o n 30 TMM 2014 · 1 tóft eða veggir hlaðnir við sitt hvorn enda þeirra. Miðlægt á framhlið þeirra voru útidyr sem tengdust gömlu göngunum sem lágu til baðstofu og annarra bæjarhúsa sem yfirleitt héldu sínu gamla sniði. Í framhúsinu voru oftast stofa og skemma beggja vegna við útidyrnar með glugga fram á hlaðið. Á Austurlandi voru byggð, á grundvelli eldri torfhúsa, tvílyft baðstofuhús með langhlið samsíða hlaðinu, enda stundum kölluð þverhús þar eystra. Í þessum húsum var baðstofan jafnan á efri hæðinni en eldhús, stofa, búr eða skemma á neðri hæð. Innangengt var svo í önnur hús aftur úr baðstofuhúsinu. Háir veggir úr grjóti og torfi fylgdu þessum húsum til beggja handa. Framhús á Norðurlandi og baðstofuhús á Austurlandi voru jafnan með grasþaki og oftast með timburþiljum. Á Suður- og Vesturlandi fer upp úr aldamótum að bera á tvílyftum baðstofuhúsum samsíða hlaðinu og skiptu þau hundruðum áður en yfir lauk þó flest séu þau horfin í dag. Þessi hús komu oftast í stað gangnahúss og baðstofu og voru felld inn í skarðið sem þessi hús skildu eftir þegar þau voru rifin. Í þessum baðstofuhúsum voru oftast þrjú herbergi, eld- hús, stofa og baðstofa sem lá þvert í gegnum annan endann með glugga fram á hlaðið, oftast á sama stað og gamla baðstofan hafði staðið í bæjarröndinni. Í hinum enda hússins voru stutt göng sem lágu að eldhúsi og út frá þeim gengið inn í stofu, en jafnan gengið úr eldhúsi í baðstofu. Öll þessi herbergi voru panelklædd og máluð. Steyptur strompur í miðju húsi, sem kolaeldavél var tengd við eldhúsmegin og oft kolaofn baðstofumegin, geymsluloft yfir, og gengið upp um þröngan stiga. Þessi hús voru nær undantekningarlaust klædd bárujárni á veggjum og þaki og máluð. Á þessu síðasta skeiði fer einnig að bera á ýmsum tilbrigðum í byggingu hefðbundinna baðstofa. Laus rúm koma í stað fastra innbyggðra rúma og sumstaðar klæða menn loftið með panel neðan á sperrur þar sem áður hafði verið skarsúð eða reisifjöl og mála jafnvel. Þar sem þéttbýli hafði myndast var lengi vel meiri hluti húsa torfhús eða byggð í anda þeirra. Þessir þorpsbæir voru að jafnaði minni umfangs, m.a. vegna lítilla möguleika á skepnuhaldi. Húsum, s.s. skemmum, hjöllum og skúrum var oft ætlað hlutverk í tengslum við sjómennsku og fiskverkun. Oft voru þessir þéttbýlisbæir einungis tvö til þrjú samhangandi hús, baðstofa, hlóðaeldhús og skúr/hjallur/skemma. Jafn- vel þekkist það að bærinn sé orðinn að einu húsi og eldhúsinu komið fyrir í enda baðstofunnar; eins konar eldaskáli, og þróunin komin aftur á upphafs- reit. Eitt afbrigði þorpsbæja eru steinbæirnir. Í þeim er baðstofan á sínum stað umlukin hlöðnum veggjum, hér hefur steypan leyst torfið og moldina af hólmi. Öll þessi tilbrigði og ýmis fleiri, sem orðið hafa til vegna sjálfsbjargar- viðleitni, útsjónarsemi og nýungagirni, eru mikilvægur hluti af þróun og fagurfræði bæjarins og baðstofunnar sem nauðsynlegt er að gera skipulega grein fyrir og halda til haga. Reyndar greiðist úr þessari þróunarsögu um leið og öllum tiltækum gögnum hefur verið safnað saman um þetta tímabil, það greint, túlkað og sett fram og sýnt á viðeigandi hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.