Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 64
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 64 TMM 2014 · 1 endursagt og fært í ný form sem hæfa hverjum tíma. Þetta má auðveldlega yfirfæra á goðsagnir (þó vissulega séu trúarbrögð misviðkvæm fyrir endur- sögnum).15 Saga Þórs sýnir þetta vel, en myndasögurnar og svo kvikmyndirnar eru gott dæmi um endursagnir sem má vel sjá sem framhald af margháttuðum tilfærslum; frá sundurlausum munnlegum sögnum yfir í samfellda frásögn Snorra-Eddu, sem síðan er brotin niður aftur í einskonar epíska endaleysu ótal dreifðra en lauslega samtengdra sagna í myndasögunum. Kvik mynd- irnar hnýta þessi fræði saman í þéttari og styttri útgáfur. Goðsagnirnar hafa því ferðast frá munnlegri geymd með sjónrænu ívafi (goðalíkönin sjálf sem á sínum tíma bjuggu yfir miklu kynngimagni) yfir í ritaðar heimildir og þaðan aftur yfir á svið hins sjónræna með myndasögum og kvikmyndum – og hér er ekki úr vegi að nefna að kvikmyndinni hefur verið líkt við trúarupplifun okkar tíma. Á undanförnum árum hefur áhugi á endurvinnslu þjóðsagna og goðsagna í bókmenntum aukist mjög og bæði bókmenntafræðingar og þjóðfræðingar fjallað um hvernig þjóðsagan mætir bókmenntum.16 Þessi áhugi kemur ekki til af engu, en á sjöunda og áttunda áratugnum byrja að koma fram verk sem vinna á virkan hátt með sagnaarf, þjóðsögur og goðsögur.17 Það er einmitt á sama tíma sem Thor verður að ofurhetju í bandarískum myndasögum. Kevin Paul Smith setur fram kenningu um átta mismunandi tegundir af bókmenntalegri úrvinnslu á ævintýrum (og ég yfirfæri á goðsögur): 1. Yfirlýst: Greinileg tilvísun í titli 2. undirtexti: Að gefa í skyn tilvísun í titli 3. Innlimun: Greinileg tilvísun til í texta 4. Óbein tilvísun: Að gefa í skyn tilvísun í texta 5. Endursköpun: Gömul saga færð í nýtt form 6. Tilbúningur: Ný saga búin til 7. Sjálfssöguleg: umræða um þjóðsögur 8. Byggingarleg: Þjóðsögulegt svið eða umgjörð18 Kvikmyndirnar um Thor falla greinilega í flokk 1, 3, 5 og 8, en einnig má færa rök fyrir því að liður 6 eigi við, því auk þess að færa gamla sögu í nýtt form er í raun búin til ný saga á gömlum grunni – ofurhetju- og hasarsaga. Liður 7 er einnig til staðar, en það er heilmikið fjallað um þennan goðsagnaheim, aðal- lega þó í Thor-myndunum, minna í Avengers-myndinni.19 Það er því ljóst að kvikmyndaútgáfurnar falla afar vel að líkani Smiths um ævintýri og eins og önnur svona módel birtir upptalningin greinilega hvernig úrvinnslan fer fram, allt frá beinum tilvísunum til sviðsmyndar, en með nokkurri áherslu á endurvinnslu. Jafnframt sýnir líkanið að Thor-myndirnar falla í flokka yfir- lýstrar endursköpunar, hér er ekki talað undir rós; myndirnar fjalla um Thor og fjölskyldu hans í Ásgarði og eru nýjar sögur um það lið allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.