Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 127
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2014 · 1 127
Hálf milljón ljósmynda
Óhætt er að segja að fyrir síðustu alda-
mót hafi ljósmyndin ekki verið hluti af
umræðunni um myndlistarvettvanginn
á Íslandi á 19. öld. Í fyrra bindi mynd-
listarsögu sinnar (1964) tínir Björn Th.
Björnsson til allt sem skýra mætti
nývakinn áhuga á myndlist á seinni
hluta aldarinnar, kirkjulist, alþýðulist,
myndskreytingar, þ.e.a.s. allt nema ljós-
myndir. Árið 2001 gaf Inga Lára Bald-
vinsdóttir, ljósmyndasérfræðingur við
Þjóðminjasafnið, síðan út tímamótaverk
sitt Ljósmyndarar á Íslandi, 1845–1945.
Yfirlýst markmið hennar er að sönnu
ekki endurskoðun á vægi ljósmynda í
hinu stóra samhengi íslenskra sjónlista. Í
formála bókarinnar kemur fram að Inga
Lára flokkar ljósmyndir fyrst og síðast
meðal „sögulegra gagna“. Í framhaldinu
víkur hún hvergi út frá þeirri skilgrein-
ingu.
Engu að síður eru upplýsingarnar sem
þessi bók hefur að geyma til þess fallnar
að varpa nýju ljósi á áðurnefnt „stóra
samhengi“ sjónlista í landinu. Inga Lára
upplýsir nefnilega að á því tímabili sem
um ræðir hafi hvorki fleiri né færri en
135 Íslendingar og aðfluttir Danir fengist
við ljósmyndatökur í lengri eða skemmri
tíma, 110 karlar og 25 konur og hafi þeir
dreifst um allt landið. Og ef einvörðungu
er miðað við árdaga myndlistarinnar á
Íslandi, segjum 1845–1905, þá eru 95
ljósmyndarar að störfum, 80 karlmenn
og 15 konur. En afföllin voru skelfileg.
Ævistarf u.þ.b. helmings þessara ljós-
myndara hefur glatast, vegna óviðráðan-
legra aðstæðna, í eldsvoðum, fyrir and-
varaleysi ættingja eða áhugaleysi opin-
berra aðila. Í bók Ingu Láru er til þess
tekið að gjörvöllum glerplötum látins
ljósmyndara í Vestmannaeyjum hafi
verið sturtað ofan í hafnarstæði bæjar-
ins.
Það er mikilvægt að reyna að gera sér
grein fyrir umfangi ljósmyndunar á fyrr-
greindum árdögum. Í samantekt Ingu
Láru kemur fram að um 200.000 gler-
plötur og pappírskópíur hafi varðveist
eftir 30 ljósmyndara sem störfuðu á
landinu á árunum 1845–1905. Sérhver
þeirra lætur eftir sig allt frá 1000 og upp
í 40.000 ljósmyndaplötur og pappírs-
myndir, auk þess má reikna með því að
einhver hluti mynda þeirra hafi lent í
glatkistunni. Ætli sé fráleitt að áætla,
með hliðsjón af arfleifð þeirra, að sér-
hver þeirra 60 ljósmyndarar, hverra ævi-
starf hefur týnst, hafi tekið á bilinu
1000–5000 myndir um dagana? Og að
200–300.000 ljósmyndir þeirra hafi farið
í súginn?
Ef við göngumst inn á þessar tölur –
og ég held að þær séu varlega áætlaðar –
þá blasir við að á títtnefndum mótunar-
árum myndlistarinnar á Íslandi hafi
500.000 ljósmyndir mögulega verið í
umferð um land allt. ( Til samanburðar
má geta þess að í grein um bandaríska
ljósmyndun í New York Times Review of
Books frá 15. ágúst 2013 telja sérfræðing-
ar að þar í landi hafi menn tekið um 25
milljónir ljósmynda fyrir 1860 …). Þetta
magn ljósmynda, ásamt með öðru
myndefni sem nefnt er hér að framan,
hefur í það minnsta skapað það sem
kalla mætti „myndvitund“, ekki einasta
meðal upplýstra Íslendinga í Reykjavík,
heldur einnig meðal bændafólksins sem
flykktist á ljósmyndastofur á Húsavík,
Akureyri, Ísafirði og í Vopnafirði.
Myndvitund verður
myndlistarvitund
Í framhaldinu má velta því fyrir sér
hvort ljósmyndin hafi að auki lagt drög
að næsta stigi slíkrar vitundar, nefnilega
„myndlistarvitund“. Þegar íslenskir ljós-
myndarar stilltu upp íslensku alþýðu-
fólki til myndatöku í „settinu“ á ljós-