Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 127
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 1 127 Hálf milljón ljósmynda Óhætt er að segja að fyrir síðustu alda- mót hafi ljósmyndin ekki verið hluti af umræðunni um myndlistarvettvanginn á Íslandi á 19. öld. Í fyrra bindi mynd- listarsögu sinnar (1964) tínir Björn Th. Björnsson til allt sem skýra mætti nývakinn áhuga á myndlist á seinni hluta aldarinnar, kirkjulist, alþýðulist, myndskreytingar, þ.e.a.s. allt nema ljós- myndir. Árið 2001 gaf Inga Lára Bald- vinsdóttir, ljósmyndasérfræðingur við Þjóðminjasafnið, síðan út tímamótaverk sitt Ljósmyndarar á Íslandi, 1845–1945. Yfirlýst markmið hennar er að sönnu ekki endurskoðun á vægi ljósmynda í hinu stóra samhengi íslenskra sjónlista. Í formála bókarinnar kemur fram að Inga Lára flokkar ljósmyndir fyrst og síðast meðal „sögulegra gagna“. Í framhaldinu víkur hún hvergi út frá þeirri skilgrein- ingu. Engu að síður eru upplýsingarnar sem þessi bók hefur að geyma til þess fallnar að varpa nýju ljósi á áðurnefnt „stóra samhengi“ sjónlista í landinu. Inga Lára upplýsir nefnilega að á því tímabili sem um ræðir hafi hvorki fleiri né færri en 135 Íslendingar og aðfluttir Danir fengist við ljósmyndatökur í lengri eða skemmri tíma, 110 karlar og 25 konur og hafi þeir dreifst um allt landið. Og ef einvörðungu er miðað við árdaga myndlistarinnar á Íslandi, segjum 1845–1905, þá eru 95 ljósmyndarar að störfum, 80 karlmenn og 15 konur. En afföllin voru skelfileg. Ævistarf u.þ.b. helmings þessara ljós- myndara hefur glatast, vegna óviðráðan- legra aðstæðna, í eldsvoðum, fyrir and- varaleysi ættingja eða áhugaleysi opin- berra aðila. Í bók Ingu Láru er til þess tekið að gjörvöllum glerplötum látins ljósmyndara í Vestmannaeyjum hafi verið sturtað ofan í hafnarstæði bæjar- ins. Það er mikilvægt að reyna að gera sér grein fyrir umfangi ljósmyndunar á fyrr- greindum árdögum. Í samantekt Ingu Láru kemur fram að um 200.000 gler- plötur og pappírskópíur hafi varðveist eftir 30 ljósmyndara sem störfuðu á landinu á árunum 1845–1905. Sérhver þeirra lætur eftir sig allt frá 1000 og upp í 40.000 ljósmyndaplötur og pappírs- myndir, auk þess má reikna með því að einhver hluti mynda þeirra hafi lent í glatkistunni. Ætli sé fráleitt að áætla, með hliðsjón af arfleifð þeirra, að sér- hver þeirra 60 ljósmyndarar, hverra ævi- starf hefur týnst, hafi tekið á bilinu 1000–5000 myndir um dagana? Og að 200–300.000 ljósmyndir þeirra hafi farið í súginn? Ef við göngumst inn á þessar tölur – og ég held að þær séu varlega áætlaðar – þá blasir við að á títtnefndum mótunar- árum myndlistarinnar á Íslandi hafi 500.000 ljósmyndir mögulega verið í umferð um land allt. ( Til samanburðar má geta þess að í grein um bandaríska ljósmyndun í New York Times Review of Books frá 15. ágúst 2013 telja sérfræðing- ar að þar í landi hafi menn tekið um 25 milljónir ljósmynda fyrir 1860 …). Þetta magn ljósmynda, ásamt með öðru myndefni sem nefnt er hér að framan, hefur í það minnsta skapað það sem kalla mætti „myndvitund“, ekki einasta meðal upplýstra Íslendinga í Reykjavík, heldur einnig meðal bændafólksins sem flykktist á ljósmyndastofur á Húsavík, Akureyri, Ísafirði og í Vopnafirði. Myndvitund verður myndlistarvitund Í framhaldinu má velta því fyrir sér hvort ljósmyndin hafi að auki lagt drög að næsta stigi slíkrar vitundar, nefnilega „myndlistarvitund“. Þegar íslenskir ljós- myndarar stilltu upp íslensku alþýðu- fólki til myndatöku í „settinu“ á ljós-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.