Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 57
TMM 2014 · 1 57 Úlfhildur Dagsdóttir Ása-Þór og förin til Hollywood „Hann er bróðir minn,“ segir Thor, ásakandi, þegar Loki er sagður geðveikur. Og bætir við í hasti, eftir að hafa verið tjáð að Loki hafi drepið fjölda manns; „Hann er ættleiddur“.1 Einhverjir eru kannski byrjaðir að rifja upp goða- fræðina sína og rámar í að fjölskyldutengslin hafi verið aðeins öðruvísi hjá Snorra Sturlusyni – þeim sömu finnst kannski líka nokkuð framandlegt yfirbragð yfir Ásgarði og íbúum hans eins og þeir birtast í kvikmyndunum um Thor og The Avengers, en þær eru byggðar á samnefndum myndasögum. Þar er Thor ofurhetja og hasarinn eftir því; hann berst við goð, menn og aðra meinvætti, en aðalóvinurinn er fósturbróðirinn, Loki Laufeyjarson. „Ef það er í lagi ykkar vegna, þá þigg ég þennan drykk núna,“ segir Loki undir lok kvikmyndarinnar The Avengers (Joss Whedon 2012), en þar hefur hann verið gersigraður, aftur. Loki hefur leitt her illvígra geimvera gegn New York borg, en eftir að hafa mistekist að sigra Thor og verða konungur Ásgarðs hefur hann ákveðið að láta jörðina duga sem yfirráðasvæði. (Og eins og allir vita er upphaf og endi mannkyns að finna í bandarískum stórborgum.) En með sameinuðu átaki ýmissa bandarískra ofurhetja – þar á meðal er Thor – misheppnast honum ætlunarverk sitt og verður að láta í minni pokann; bókstaflega, en hann er barinn í klessu af Hulk, risavöxnu reiðiskrýmsli sem er afkvæmi tilrauna með geislavirkni. Eftir að hafa lamið Loka ofan í gólfið gengur Hulk burtu og muldrar: „Lítill guð“. Já, það gengur mikið á og kannski ástæða til að staldra aðeins við og útskýra hvað er hér eiginlega á seyði. Hetja verður til Árið er 1962 og í heimi myndasögunnar eru amerískar ofurhetjur í upp- sveiflu, eftir nokkur mögur ár. Ein þeirra er þrumuguðinn Thor. Seinna fær þetta tímabil heitið ‚Silfuröldin‘ og er aðallega talið tilheyra útgáfurisanum Marvel. ‚Gullöldin‘ var tími þeirra Súpermans, Batmans og Wonder Woman, og hófst með útkomu fyrstu sögunnar um Súperman árið 1938. Lok hennar eru óljósari, en þó er víst að eftir síðari heimsstyrjöld nutu þessar hressu hetjur ekki eins mikilla vinsælda og fáum árum áður. Í staðinn komu fram myrkari myndasögur, hrollvekjur, glæpasögur – og ástarsögur. Þær nutu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.