Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 62
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
62 TMM 2014 · 1
sérstakt ástand sem myndast þegar hinir níu heimar norrænnar goðafræði
raðast upp í beinni línu og lokabardaginn gengur út á allskonar ævintýri
milli þyngdarsviða og milliheimaflakk.
Í The Avengers fengu þeir fósturbræður, Thor og Loki, mun betra handrit
í hendurnar (eftir leikstjórann Joss Whedon) og gátu því farið að sýna hvað
í þeim bjó. Thor hætti að vera svona mikill vælukjói og sjálfumgleðin dalaði
aðeins, og Loki beinlínis ljómaði í illsku sinni. Hér mátti sjá kunnugleg stef úr
goðsögnunum, Loki er fyndinn og andstyggilegur og á auðvelt með að snúa
á Thor sem treystir meira á vöðvastyrk en heilastarfsemi. Þetta heldur svo
áfram í hinum myrka heimi en þar er Thor orðinn afhuga konungsveldinu
og jafnframt enn meira efins um eigið ágæti. Loki er hinsvegar samur við sig
og á dásamlegan lokaleik. Frigg og Jane fá aðeins öflugri hlutverk og almennt
býr myndin yfir meiri húmor, í anda Avengers-myndarinnar, þrátt fyrir að
myrkraöflin séu afar ógnvænleg.
Menningararfi
Það er voðalega auðvelt að flissa að tilraunum myndasöguhöfunda með
norræna goðatrú. Fyrir utan skrýtnar ættfærslur stingur í augun að Óðinn
er tvíeygur lengi framanaf, Hel er sýnd sem megabeib og svo mætti lengi
telja. Vinsældir Thor-myndasagnanna hafa haldist stöðugar og það er
óhætt að ætla að tilbrigðið hafi valdið heilmiklum misskilningi um heim
norrænnar trúar meðal hins almenna bandaríska lesanda.8 Á hinn bóginn er
ljóst að myndasögurnar hafa vakið áhuga margra á þessum menningararfi.
Kvikmyndirnar, sem almennt hafa hlotið afar góðar viðtökur (líka sú
fyrsta, sem var afleit), hafa síðan gert sitt til að auka á útbreiðslu ruglingsins,
og auka áhugann á viðfangsefninu. Þó er ljóst að í kvikmyndunum er sitt-
hvað reynt til að draga fram víkinga-ímynd, þetta birtist í mynstrum á
útbúnaði hetjanna og hönnun umhverfis. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að
norrænum mönnum fornaldar hefði sjálfsagt komið ýmislegt einkennilega
fyrir sjónir, en í kvikmyndunum er farin sú leið að gera Ásgarð afskaplega
tæknivæddan og geimverskan, eins og birtist meðal annars í Bifröst og
umbúnaði Heimdallar. Almennt birta kvikmyndirnar nokkuð vel heppnaða
blöndu af þessu tvennu, enda eru þau atriði sem gerast í Ásgarði og öðrum
goðaheimum afar áhrifarík.9 Thor er hinsvegar obbolítið eins og fiskur á
þurru landi þegar hann er jarðbundinn, en það er reyndar ágætlega nýtt í
kómískum tilgangi.
Því má þó ekki gleyma að hér er um skáldskap að ræða, norrænar
goðsagnir eru nýttar sem uppistaða í nýjum skáldverkum, myndasögum
og kvikmyndum. Þessi ‚nýting‘ vekur síðan upp spurningar um þjóðmenn-
ingu og menningararf.10 Í greininni „Sagnfræðin í heimi menningararfs og
minninga“ (2007), bendir Helgi Þorláksson á hvernig hugtakið ‚menningar-
arfur‘ má skilja sem útþynning á menningu, og er notað í ýmsum tilgangi