Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 62
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 62 TMM 2014 · 1 sérstakt ástand sem myndast þegar hinir níu heimar norrænnar goðafræði raðast upp í beinni línu og lokabardaginn gengur út á allskonar ævintýri milli þyngdarsviða og milliheimaflakk. Í The Avengers fengu þeir fósturbræður, Thor og Loki, mun betra handrit í hendurnar (eftir leikstjórann Joss Whedon) og gátu því farið að sýna hvað í þeim bjó. Thor hætti að vera svona mikill vælukjói og sjálfumgleðin dalaði aðeins, og Loki beinlínis ljómaði í illsku sinni. Hér mátti sjá kunnugleg stef úr goðsögnunum, Loki er fyndinn og andstyggilegur og á auðvelt með að snúa á Thor sem treystir meira á vöðvastyrk en heilastarfsemi. Þetta heldur svo áfram í hinum myrka heimi en þar er Thor orðinn afhuga konungsveldinu og jafnframt enn meira efins um eigið ágæti. Loki er hinsvegar samur við sig og á dásamlegan lokaleik. Frigg og Jane fá aðeins öflugri hlutverk og almennt býr myndin yfir meiri húmor, í anda Avengers-myndarinnar, þrátt fyrir að myrkraöflin séu afar ógnvænleg. Menningararfi Það er voðalega auðvelt að flissa að tilraunum myndasöguhöfunda með norræna goðatrú. Fyrir utan skrýtnar ættfærslur stingur í augun að Óðinn er tvíeygur lengi framanaf, Hel er sýnd sem megabeib og svo mætti lengi telja. Vinsældir Thor-myndasagnanna hafa haldist stöðugar og það er óhætt að ætla að tilbrigðið hafi valdið heilmiklum misskilningi um heim norrænnar trúar meðal hins almenna bandaríska lesanda.8 Á hinn bóginn er ljóst að myndasögurnar hafa vakið áhuga margra á þessum menningararfi. Kvikmyndirnar, sem almennt hafa hlotið afar góðar viðtökur (líka sú fyrsta, sem var afleit), hafa síðan gert sitt til að auka á útbreiðslu ruglingsins, og auka áhugann á viðfangsefninu. Þó er ljóst að í kvikmyndunum er sitt- hvað reynt til að draga fram víkinga-ímynd, þetta birtist í mynstrum á útbúnaði hetjanna og hönnun umhverfis. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að norrænum mönnum fornaldar hefði sjálfsagt komið ýmislegt einkennilega fyrir sjónir, en í kvikmyndunum er farin sú leið að gera Ásgarð afskaplega tæknivæddan og geimverskan, eins og birtist meðal annars í Bifröst og umbúnaði Heimdallar. Almennt birta kvikmyndirnar nokkuð vel heppnaða blöndu af þessu tvennu, enda eru þau atriði sem gerast í Ásgarði og öðrum goðaheimum afar áhrifarík.9 Thor er hinsvegar obbolítið eins og fiskur á þurru landi þegar hann er jarðbundinn, en það er reyndar ágætlega nýtt í kómískum tilgangi. Því má þó ekki gleyma að hér er um skáldskap að ræða, norrænar goðsagnir eru nýttar sem uppistaða í nýjum skáldverkum, myndasögum og kvikmyndum. Þessi ‚nýting‘ vekur síðan upp spurningar um þjóðmenn- ingu og menningararf.10 Í greininni „Sagnfræðin í heimi menningararfs og minninga“ (2007), bendir Helgi Þorláksson á hvernig hugtakið ‚menningar- arfur‘ má skilja sem útþynning á menningu, og er notað í ýmsum tilgangi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.