Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 29
Í s l e n s k i b æ r i n n TMM 2014 · 1 29 ix Það tók íslenska bæinn meira en tuttugu kynslóðir að blómstra. Blómatími íslenska torfbæjararfsins var á árunum 1880–1930. Þá byggðu Íslendingar bæina af sjálfstrausti, alúð, metnaði og hæfilegu stolti. Handverkið taldist til almennrar þekkingar og hélst þróun þess í hendur við aðgengi að bygg- ingarefnum. Þegar menningararfur og listsköpun blómstra þurfa menn ekki forskriftir heldur hafa aðferðirnar í fingrunum og virða hið þegjandi samkomulag um að hver spinni sitt stef innan sama bragarháttarins; sunnlenski, vestfirski, norðlenski og austfirski bærinn, með byggingar- listina í skrokknum á púlsi staðhátta og efniskenndar. Á hátindinum komu fram nýjungar sem stuðluðu að því að nýbyggðan bæ á þessum tíma má telja til allra bestu íveruhúsa á hvaða mælikvarða sem er. Bárujárnið var aðlagað bæjarhúsum á stórum hluta Vestur- og Suðurlands af smekkvísi og útsjónarsemi. um aldamótin 1900 voru flestar baðstofur og stofuhús á þessum slóðum komnar með bárujárn á þök og jafnvel gafla. Víða var tekin upp sú nýbreytni, með góðum árangri að negla bárujárn á sperrur og tyrfa síðan. Með bárujárninu komu líka litir á bæjarröndina: oftast fölgult og ljósgrátt á göflum, en feneyjarautt eða mosaólívugrænt á gereftum, vind- skeiðum, hurðum og þökum, en áfram brúnsvört viðartjara á timburgöflum eða hin brúngráa slikja náttúrulegrar veðrunar. Í gafla baðstofu og stofuhúsa voru víðast hvar komnir sex eða níu rúðu gluggar, þessir gluggarammar voru oftar en ekki hvítmálaðir. Baðstofur voru lengdar sem nam einu stafgólfi, einni rúmlengd, og eldhúsum og eldavélum komið fyrir, eða eldhúsi ásamt maskínu undir baðstofuhúsum væru þær á palli. Að auki voru víða kolaofnar til hitunar í íveruhúsum bæjanna. Suður eða vestur af bæjarhólnum voru búnir til, umluktir grænum snidduveggjum, kartöflu- og kálgarðar með rófum, hvítkáli, gulrótum, næpum og grænkáli. Á þessum tíma má sjá blómgarða og trjágarða í skjóli bæjanna með fangi, dag stjörnu, næturfjólu, silfurhnappi, kornblómum og eldliljum. Þegar þarna er komið sögu er varla hægt að telja bæ fullbyggðan nema reyniviðnum, rifsinu og sólberjunum hafi verið fundinn staður. Á blómaskeiði er myndin fullkomin, allt innan seilingar og á sínum stað í yfirveguðu samræmi og ekki er við öðru að búast en að á svoleiðis stað séu íbúarnir í essinu sínu í innri ró. Þar á hlýjan heima. x Á þessu tímabili breytast og þróast bæirnir og einstök hús í samræmi við nýja möguleika en engu að síður á forsendum gamla innlenda byggingararfsins og í samtali við hann. Framhús sem komu í stað tveggja til þriggja fram- bursta/húsa, oft stofu, bæjardyra og skemmu, verða tiltölulega algeng á norðanverðu landinu. Þessi framhús voru oftast einlyft nyrðra, byggð inn í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.