Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 29
Í s l e n s k i b æ r i n n
TMM 2014 · 1 29
ix
Það tók íslenska bæinn meira en tuttugu kynslóðir að blómstra. Blómatími
íslenska torfbæjararfsins var á árunum 1880–1930. Þá byggðu Íslendingar
bæina af sjálfstrausti, alúð, metnaði og hæfilegu stolti. Handverkið taldist
til almennrar þekkingar og hélst þróun þess í hendur við aðgengi að bygg-
ingarefnum. Þegar menningararfur og listsköpun blómstra þurfa menn
ekki forskriftir heldur hafa aðferðirnar í fingrunum og virða hið þegjandi
samkomulag um að hver spinni sitt stef innan sama bragarháttarins;
sunnlenski, vestfirski, norðlenski og austfirski bærinn, með byggingar-
listina í skrokknum á púlsi staðhátta og efniskenndar. Á hátindinum komu
fram nýjungar sem stuðluðu að því að nýbyggðan bæ á þessum tíma má
telja til allra bestu íveruhúsa á hvaða mælikvarða sem er. Bárujárnið var
aðlagað bæjarhúsum á stórum hluta Vestur- og Suðurlands af smekkvísi
og útsjónarsemi. um aldamótin 1900 voru flestar baðstofur og stofuhús á
þessum slóðum komnar með bárujárn á þök og jafnvel gafla. Víða var tekin
upp sú nýbreytni, með góðum árangri að negla bárujárn á sperrur og tyrfa
síðan. Með bárujárninu komu líka litir á bæjarröndina: oftast fölgult og
ljósgrátt á göflum, en feneyjarautt eða mosaólívugrænt á gereftum, vind-
skeiðum, hurðum og þökum, en áfram brúnsvört viðartjara á timburgöflum
eða hin brúngráa slikja náttúrulegrar veðrunar. Í gafla baðstofu og stofuhúsa
voru víðast hvar komnir sex eða níu rúðu gluggar, þessir gluggarammar voru
oftar en ekki hvítmálaðir. Baðstofur voru lengdar sem nam einu stafgólfi,
einni rúmlengd, og eldhúsum og eldavélum komið fyrir, eða eldhúsi ásamt
maskínu undir baðstofuhúsum væru þær á palli. Að auki voru víða kolaofnar
til hitunar í íveruhúsum bæjanna. Suður eða vestur af bæjarhólnum voru
búnir til, umluktir grænum snidduveggjum, kartöflu- og kálgarðar með
rófum, hvítkáli, gulrótum, næpum og grænkáli. Á þessum tíma má sjá
blómgarða og trjágarða í skjóli bæjanna með fangi, dag stjörnu, næturfjólu,
silfurhnappi, kornblómum og eldliljum. Þegar þarna er komið sögu er varla
hægt að telja bæ fullbyggðan nema reyniviðnum, rifsinu og sólberjunum hafi
verið fundinn staður.
Á blómaskeiði er myndin fullkomin, allt innan seilingar og á sínum stað
í yfirveguðu samræmi og ekki er við öðru að búast en að á svoleiðis stað séu
íbúarnir í essinu sínu í innri ró. Þar á hlýjan heima.
x
Á þessu tímabili breytast og þróast bæirnir og einstök hús í samræmi við nýja
möguleika en engu að síður á forsendum gamla innlenda byggingararfsins
og í samtali við hann. Framhús sem komu í stað tveggja til þriggja fram-
bursta/húsa, oft stofu, bæjardyra og skemmu, verða tiltölulega algeng á
norðanverðu landinu. Þessi framhús voru oftast einlyft nyrðra, byggð inn í